fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Eiginkona raddar Svamps Sveinssonar stígur fram – „Maðurinn minn er ekki að deita Ariönu“ 

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. júlí 2023 21:00

Ariana Grande

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jill Talley, eiginkona leikarans Tom Kenny, sem er meðal annars þekktur sem hin upphaflega rödd teiknimyndapersónunnar Svamps Sveinssonar, hefur neyðst til að stíga fram og útskýra að Kenny er ekki að deita söngkonuna Ariana Grande.

Miðlar vestanhafs segja frá því að söngkonan sé að deita leikarann Ethan Slater, sem er 31 árs og lék Svamp Sveinsson í söngleiknum The Spongebob Musical á Broadway í New York, ekki talsetningarleikarann Kenny, sem er 61 árs.

Við getum séð að þetta valdi misskilningi!

Grande skildi nýlega við eiginmann sinn til tveggja ára, fasteignasalann Dalton Gomez, en þau hafa búið í sitt hvoru lagi síðan fyrr á þessu ári. Mun Grande byrjuð að deita meðleikara sinn, Ethan Slater, en þau leika saman í kvikmyndinni Wicked, en tökur fóru fram í Englandi síðustu mánuði. 

Í síðustu viku spurði einn netverji á The Cut: „Er Ariana Grande núna að deita Svamp Sveinsson?“ Jill Talley svaraði fyrirspurninni: „Hæ öll, ég er gift Tom Kenny (sem er rödd Svamps í sjónvarpsþáttunum). Hann er ekki að deita Ariönu Grande. Ég veit ekki hvort Ethan Slater (sem leikur Svamp í söngleiknum) er að deita eða ekki að deita Ariönu Grande. Þau eru samt bæði yndisleg og ég styð það ef þau eru að deita.“ 

Ariana og Slater hafa ekkert gefið upp um hvort þau eru að deita eða ekki, þannig að við þurfum að bíða spennt áfram eftir yfirlýsingu.

Ariana og Ethan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““