fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Nýskilin og komin með nýjan upp á arminn

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júlí 2023 14:00

Ariana Grande.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni greindu miðlar frá því að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande og fast­eigna­sal­inn Dalt­on Gomez væru að skilja eft­ir tveggja ára hjóna­band. Grande var þó ekki lengi kona einsömul og er hún sögð komin með nýjan mann í líf sitt, leikarann Ethan Slater.

Sjá einnig: Ariana Grande skilin

Slater var snöggur til að breyta stillingum á Instagram-reikningi sínum eftir að sögur um sambandið fóru á kreik og nú geta aðeins fylgjendur hans, sem eru um 84 þúsund, séð hverju kappinn póstar þar.

Grande og Slater kynnt­ust við ­tök­ur á kvik­mynd­inni Wicked, sem sýnd verður á næsta ári, en sögur herma að þau hafi byrjað samband sitt fyrir nokkrum mánuðum. Þegar leikarahópurinn fór út að skemmta sér í London í mars, til að fagna því að Michelle Yeoh fékk Óskarsverðlaun, má sjá parið sitja saman og Slater halda utan um Grande.

Ariana og Ethan

Et­h­an er einnig nýlega skilinn, en hann giftist söng­kon­unni Lilly Jay árið 2018 og eignuðust þau son í fyrra. Í maí póstaði hann færslu á Instagram þar sem hann dásamar og óskar bestu konu/manneskju í lífi þeirra feðga til hamingju með mæðradaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér