fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Stórstjarna á Íslandi – Jane Seymour alsæl með kyrrð og fegurð landsins

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 16. júlí 2023 17:03

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska leikkonan Jane Seymour er stödd á Íslandi og er heilluð af veru sinnar hér.

Í myndbandi sem Seymour birtir á Instagram segir hún að jörð hafi nötrað áður en hún kom sem hélt áfram eftir komu hennar og stuttu síðar hafi gosið. Segir Seymour það þó ótrúlegt þar sem hún og samferðamenn hennar hafi ekki fundið fyrir neinum jarðskjálfta og hún er alsæl með kyrrðina og fegurðina. Í sögusvæði á Instagram má sjá að hópurinn flaug yfir gosstöðvarnar. 

Seymour sem er 72 ára gömul var stórstjarna á þeim tíma þegar maður leigði spólu og þurfti að spóla tilbaka. Hún hlaut EMMY-verðlaun árið 1976 fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Captains and the Kings, árið 1982 vann hún Golden Globe fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum East of Eden og hlaut verðlaunin aftur 1988 fyrir hlutverk sitt sem Maria Callas í myndinni Onassis: The Riches Man in The World, auk þess hlaut hún þrjár aðrar tilnefningar til Golden Globe. 

Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram

Seymour lék Dr. Michaela Quinn í sjónvarpsþáttunum Dr.Quinn, Medicine Woman sem gengu sex þáttaraðir og vorutilefningar til tveggja EMMY-verðlaunanna og fjögurra Golden Globe verðlauna, og unnu eina styttu af þeim síðarnefndu. 

Seymour fékk stjörnu í Hollywood Walk of Fame og ber titillinn an Officer of the Order of the British Empire.

Seymour lék Bond stúlkuna Solitaire í Live And Let Die árið 1973, sem var fyrsta myndin með Roger Moore í hlutverki njósnara hennar hátignar.

Leiklistarferill hennar hófst árið 1969 og Seymour er hvergi nærri hætt. Nýjasta hlutverk hennar er bókmenntaprófessorinn Harriet (Harry) Wild í samnefndum þáttum, fyrsta þáttaröð var frumsýnd árið 2022 og næsta er væntanleg. Þættirnir fjalla um Harry sem hefur einstakt lag á að skipta sér af lögreglurannsókn mála lögreglumannsins og sonar hennar Ryan. 

Auk þess að leika hefur Seymour skrifar nokkrar barnabækur og sjálfshjálparbækur. Hún hefur hannað skartgripi, klúta, húsgögn, teppi, handtöskur, málverk og skúlptúra. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli