fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Victorias´s Secret fyrirsæta og Íslandsvinkona elti heimsþekktan piparsvein á röndum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. júní 2023 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan og Íslandsvinkonan Irina Shayk mun hafa gert hosur sínar grænar með umfangsmiklum hætti fyrir  Tom Brady. Bæði voru þau gestir í brúðkaupi erfingja listaverkaauðs Nahmad fjölskyldunnar, Joe Nahmad og fyrirsætunnar Madison Headrick sem fram fór síðustu helgi. Fjöldi A-lista boðsgesta var mikill og mátti sjá þar leikarann Leonardo DiCaprio og tennisstjörnurnar Serena og Venus Williams. Brúðkaupið var haldið á ítölsku eyjunni Sardiníu.

„Hún elti hann alla helgina. Hún gjörsamlega fleygði sér á hann,“ sagði heimildamaður við PageSix. Mun framferði hennar hafa vakið mikla athygli og umtal meðal brúðkaupsgesta, en brúðkaupið og veislan voru ansi vegleg og líklega um að ræða eitt stærsta og dýrasta brúðkaup ársins. Shayk uppskar þó ekki erindi sem erfiði, þar sem Brady tjáði félögum sínum að hann hefði ekki rómantískan áhuga á fyrirsætunni, sem meðal annars er þekkt sem ein af englum undirfatarisans Victoria´s Secret.

Brady skildi í október við eiginkonu sína til 13 ára, fyrirsætuna Gisele Bündchen. Eiga þau saman 13 ára son og tíu ára dóttur, Brady á einnig 15 ára son frá fyrra sambandi. 

Shayk skildi fyrir fjórum árum við leikarann Bradley Cooper, eiga þau saman sex ára dóttur. Síðan þá hefur hún meðal annars verið orðuð við rapparann Kanye West.

Shayk hlaut stimpilinn Íslandsvinkona árið 2019, þegar hún hingað til lands eftir skilnaðínn við Cooper. Tilefnið var tökur fyrir herferð ítalska tískufyrirtækið Falconeri.

„Eyddi ótrúlegum augnablikum í tökum fyrir herferð @falconeriofficial á Íslandi. Myndataka sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði hún við myndir sem hún deildi á Instagram af því tilefni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“