fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. júní 2023 12:50

Ólafur Bjarki og Ellen Kristjáns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstaða einkenndi stemninguna í Eldborg á meðan neyðartónleikarnir Vaknaðu! fóru fram, en tónleikarnir voru samtímis sendir út í sjónvarpi RÚV. Ragga Gísla, Bubbi, Nanna, Jónas Sig, Systur, Herra Hnetusmjör, Mugison, Emmsjé Gauti, Una Torfa, Elín Hall, Ólafur Bjarki, Ellen Kristjáns og fjöldinn allur af öðru frábæru tónlistarfólki ljáði málstaðnum krafta sína. Ljósmyndarinn Spessi sá um að fanga viðburðinn á filmu.

Tilgangur tónleikanna var tvíþættur, að safna fyrir skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, ber þar helst að nefna Frú Ragnheiði, auk þess að vekja fólk til meðvitundar um þá skelfilegu ógn sem stafar af rísandi ópíóíðafaraldri hérlendis.Eina leiðin er leið kærleikans

Kynnar kvöldsins, þau Gunni Hilmars og Sigga Eyþórs, fluttu skýr skilaboð um það hvernig núverandi kerfi, sem byggir á hörku og refsingum, hefur ekki skilað árangri og muni ekki skila árangri, heldur þurfi að endurskoða aðferðirnar og nálgast málefnið út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði. Tónlistarfólkið sem fram kom var á sama máli, en Jónas Sig kom hugmyndafræðinni svo fallega í orð þegar hann sagði: „…eina leiðin er leið kærleikans og að mæta hvort öðru með samkennd. Að sýna aðstæðum fólks skilning, hlúa að hvert öðru þegar við mögulega getum með nálgunum eins og skaðaminnkun sem byggja á hlýju og skilningi.“

Gunni Hilmars og Sigga Eyþórs

Inn á milli tónlistaratriða voru sýnd innslög með viðtölum við aðstandendur, viðbragðsaðila og fyrrum neytanda ásamt hvatningu frá þjóðþekktum einstaklingum.

Víðir Reynisson
Ásgeir

Nú þegar hafa safnast tæplega fjörutíu milljónir króna en söfnunin er ennþá í fullum gangi. Hægt er að gera það í gegnum heimasíðu heimasíðu Rauða krossins.

Það var tónlistarkonan Ellen Kristjánsdóttir sem stóð fyrir tónleikunum í samstarfi við Hörpu, RÚV og fleiri.

Upptöku frá tónleikunum er hægt að nálgast hér. 

Hér má kynna sér Frú Ragnheiði og skaðaminnkunar starf Rauða krossins.

Ljósmyndir: Spessi

Ragga Gísla
Elín Hall
Ólafur Bjarki og Ellen Kristjáns

Bubbi

Systur
Jónas Sig
Una Torfa
Mugison
Nanna

Herra Hnetusmjör

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Í gær

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal