fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Hætti eftir niðurlægjandi kröfu leikstjóra

Fókus
Föstudaginn 26. maí 2023 16:29

Priyanka Chopra. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverska leikkonan Priyanka Chopra fer yfir tíma sinn í bransanum í einlægu viðtali hjá tímaritinu The Zoe Report.

Hún segir frá atviki sem hafði djúpstæð áhrif á hana, þegar hún gekk í burtu frá hlutverki eftir að hún taldi leikstjóra hafa farið yfir mörk hennar.

Chopra skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún var valin Ungfrú Heimur árið 2000. Hún byrjaði að leika í Bollywood myndum og naut góðs gengis þar. Hún segir frá því þegar hún fékk hlutverk í ónefndri kvikmynd en hún hafði aldrei unnið með umræddum leikstjóra áður.

„Þetta hefur verið um 2002 eða 2003,“ segir hún.

„Karakterinn minn var leynilögga, ég átti að draga mann á tálar, augljóslega er það sem konur gera þegar þær eru leynilöggur. En ég var að draga manninn á tálar og átti að fjarlægja eina flík í einu. Ég vildi fara þá í margar flíkur en leikstjórinn sagði: „Nei, við þurfum að sjá nærfötin hennar. Af hverju annars ætti einhver að vilja horfa á þessa mynd?“

Hann sagði þetta ekki við mig. Hann sagði þetta við stílistann fyrir framan mig. Þetta var svo niðurlægjandi.“

Chopra segir að hún hafi unnið í tvo daga eftir þetta en síðan ákveðið að hætta. Hún fékk aðstoð frá föður sínum heitnum, Ashok Chopra, við að borga framleiðendum myndarinnar til baka það sem hafði verið eytt í tökur.

„Ég bara gat ekki horft á hann á hverjum degi,“ segir hún en nefnir leikstjórann ekki á nafn.

Tæplega áratug síðar sagði Chopra skilið við Bollywood og reyndi fyrir sér í Hollywood. Hún viðurkennir að það hafi verið mikil áskorun og enginn hafi tekið hana alvarlega til að byrja með. Hún giftist Nick Jonas árið 2018 og eiga þau saman stúlkuna Malti, eins árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi