fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Hætti eftir niðurlægjandi kröfu leikstjóra

Fókus
Föstudaginn 26. maí 2023 16:29

Priyanka Chopra. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverska leikkonan Priyanka Chopra fer yfir tíma sinn í bransanum í einlægu viðtali hjá tímaritinu The Zoe Report.

Hún segir frá atviki sem hafði djúpstæð áhrif á hana, þegar hún gekk í burtu frá hlutverki eftir að hún taldi leikstjóra hafa farið yfir mörk hennar.

Chopra skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún var valin Ungfrú Heimur árið 2000. Hún byrjaði að leika í Bollywood myndum og naut góðs gengis þar. Hún segir frá því þegar hún fékk hlutverk í ónefndri kvikmynd en hún hafði aldrei unnið með umræddum leikstjóra áður.

„Þetta hefur verið um 2002 eða 2003,“ segir hún.

„Karakterinn minn var leynilögga, ég átti að draga mann á tálar, augljóslega er það sem konur gera þegar þær eru leynilöggur. En ég var að draga manninn á tálar og átti að fjarlægja eina flík í einu. Ég vildi fara þá í margar flíkur en leikstjórinn sagði: „Nei, við þurfum að sjá nærfötin hennar. Af hverju annars ætti einhver að vilja horfa á þessa mynd?“

Hann sagði þetta ekki við mig. Hann sagði þetta við stílistann fyrir framan mig. Þetta var svo niðurlægjandi.“

Chopra segir að hún hafi unnið í tvo daga eftir þetta en síðan ákveðið að hætta. Hún fékk aðstoð frá föður sínum heitnum, Ashok Chopra, við að borga framleiðendum myndarinnar til baka það sem hafði verið eytt í tökur.

„Ég bara gat ekki horft á hann á hverjum degi,“ segir hún en nefnir leikstjórann ekki á nafn.

Tæplega áratug síðar sagði Chopra skilið við Bollywood og reyndi fyrir sér í Hollywood. Hún viðurkennir að það hafi verið mikil áskorun og enginn hafi tekið hana alvarlega til að byrja með. Hún giftist Nick Jonas árið 2018 og eiga þau saman stúlkuna Malti, eins árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““