fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Segja að krafa eiginkonunnar um skilnað hafi komið Kevin Costner í opna skjöldu

Fókus
Fimmtudaginn 4. maí 2023 09:00

Kevin Costner og eiginkona hans Christine Baumgartner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Christine Baumgartner að óska eftir skilnaði við kvikmynda- og sjónvarpsstjörnuna Kevin Costner kom flestum tengdum þeim í opna skjöldu – þar á meðal Costner sjálfum.

Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu en greint var frá því í gær að Baumgartner hefði óskað eftir skilnaði eftir 18 ára hjónaband. Opinberlega brást Costner við með yfirlýsingu frá fjölmiðlafulltrúa hans þar sem sagt var að um mikla harmafregn væri að ræða.

Ástæðan fyrir skilnaðinum var sú að Costner, sem er 68 ára gamall, hunsaði þá ósk eiginkonu sinnar að hann myndi draga sig úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Yellowstone en framleiðsla þeirra í Montana geri það að verkum að hann er mikið fjarverandi frá heimili þeirra í Los Angeles.

Í umfjöllun TMZ kemur fram að í gildi sé kaupmáli milli parsins þar sem allar eignir Costner eru hans séreign. Skal engan undra því fyrri skilnaður Costner við leikkonuna Cindy Costner kostaði hann helming allra eigna sinna eða rúmlega milljarð íslenska króna á sínum tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala