fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Vandræðalegt atvik í American Idol þegar dóttir keppanda reyndi að færa móður sinni gullna miðann

Fókus
Miðvikudaginn 22. mars 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kennir oft ýmissa grasa í keppnisþáttunum American Idol og oft er hreint óbærilegt að horfa á sum atvikin. Eitt slíkt átti sér stað um helgina.

Dansarinn Fire Wilmore, sem er 22 ára, gekk í gegnum rússíbana tilfinninga á sviðinu á meðan dómararnir þrír, Katy Perry, Luke Bryan og Lionel Richie pössuðu fyrir hana fjögurra ára dóttur hennar.

Wilmore fór í gegnum sorgarsögu sína. Hún hafi átt móður sem glímdi við fíkn sem leiddi til þess að henni var komið fyrir á fósturheimili. Hún endaði svo sjálf ólétt og ein aðeins 18 ára gömul. Hún hefur unnið fyrir sér sem fatafella en dreymir um betra líf fyrir sig og dóttur sína.

Hún söng lagið Talking To The Moon með Bruno Mars og var bara frekar góð. En ekki frábær og dómararnir sögðu henni það. Katy Perry gaf henni meira að segja nokkur góð ráð. Þó að gagnrýninni hefði fylgt hvatning stöðvaði það ekki tárin hjá Wilmore.

Það var þá sem dóttir hennar, Maja, greip svokallaðan gull miða af borði dómaranna, en slíkir miðar eru gefnir keppendum sem farmiði yfir í næstu umferð keppninnar, og fór með hann til móður sinnar.

„Ég held ég hafi fundið þetta,“ sagði litla stúlkan.

„Skilaðu þessu,“ kallaði móðir hennar þá. „Skilaðu þessu.“

Katy Perry ákvað að bregðast við aðstæðum með því að bjóða Wilmore annað tækifæri til að koma í prufur sem þú þáði.

„Ég vil það ekki. Ég þarf það“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 4 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru