fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

„Við komumst ekki hjá því að bera áföllin okkar í börnin okkar ef við höfum ekki unnið úr þeim“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. mars 2023 21:11

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur heldur úti Instagram-síðunni Heilshugar. „Síðan er með sálfræðilegum fróðleik sem ég tel mikilvægt að koma til fólks,“ segir Lilja Sif í samtali við DV.

Síðan inniheldur góða fræðslu sem Lilja Sif notar í meðferðum og henni finnst mikilvægt að sem flestir hafi aðgang að, ókeypis.

Millikynslóðasmit

Í nýjustu færslunni fjallar Lilja Sif um millikynslóðasmit, sem er hugtak sem notað er yfir það þegar óunnin áföll smitast áfram í gegnum kynslóðir.  Við erfum heilmikið frá foreldrum okkar. Áföllin þeirra þar á meðal. 

Rannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðnar utangenabreytingar verða við áföll, sem börn og barnabörn erfa svo síðar á lífsleiðinni – jafnvel þó að áfallið hafi gerst löngu fyrir getnað. 

Ennfremur mun áfallahegðun foreldris hafa bein áhrif á uppeldi, velferð og líðan barna þeirra. 

Rannsóknir sýna ennfremur að við komumst ekki hjá því að bera áföllin okkar í börnin okkar ef við höfum ekki unnið úr þeim, sama hversu metnaðarfull og vandvirk við erum sem foreldri. 

Áföll henda okkur í varnarkerfin okkar. Jafnvel löngu eftir að atburðurinn er búinn, ef við vinnum ekki með afleiðingar áfallsins. 

Í varnarkerfi kemur aftenging. 

Börnin skynja aftenginguna og munu gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma henni á aftur – þar á meðal laga eigin hegðun og persónuleika að ástandinu.  

Þín aftenging við þau verður að þeirra áverkum (trauma). 

Þannig verður millikynslóðasmit til.  

Fjölskyldur sem bera með sér óunnin áföll munu: 

Tengjast í gegnum óreiðu og krísur 

Stjórnast í hvert öðru  

Hafa léleg mörk 

Gagnrýna hvert annað á niðurrífandi hátt 

Ekki bjóða upp á að fjölskyldumeðlimir geti sýnt sitt rétta sjálf 

Afneita þeim hluta raunveruleikans sem er þeim sársaukafullur 

Ef við hins vegar vinnum úr okkar eigin áföllum rjúfum við þennan vítahring. 

Að vinna úr áföllum sínum krefst meir en bara að tala um þau. Áföll hafa áhrif á allan líkamann og sitja mun dýpra í taugakerfinu heldur en bara á heilaberkinum, sem er eini hluti líkamans sem skilur talað mál.  

Því er ekki nóg að sækja hefðbundna samtalsmeðferð, heldur þarf að vinna með allan líkamann.

Í highlights á Instagram-síðu Heilshugar er hægt að frekari fræðslu um áföll og fengið hugmyndir um leiðir til áfallaúrvinnslu. 

Lilja Sif Þorsteinsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Í gær

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt