fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Diljá slær í gegn hjá Eurovision-spekúlöntum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. mars 2023 11:59

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir Eurovision-spekúlantar og aðdáendur eru yfir sig hrifnir af framlagi Íslands í ár. Diljá Pétursdóttir mun flytja lagið Power í Liverpool í seinni undankeppninni þann 11. maí og samkvæmt veðbönkum eru miklar líkur á að hún komist áfram í úrslit, en aðeins fjögur lönd af þeim fimmtán sem við keppum við það kvöld er spáð betra gengi. Íslandi er nú spáð 21. sæti.

Sjá einnig: Diljá kemur Íslandi enn hærra upp í veðbönkum og tekur fram úr Eistlandi

Fjölmargar YouTube-stjörnur og Eurovision-spekúlantar hafa birt myndband á miðlinum þar sem þau bregðast við lagi Diljár og hefur okkar kona slegið í gegn fyrir sviðsframkomu og einstaka rödd.

Áhrifavaldurinn og tónlistarmaðurinn Dan Alexandrov, sem er með yfir 220 þúsund áskrifendur á YouTube, var mjög hrifinn af framlagi Íslands og heillaði rödd Diljá hann upp úr skónum. Hann líkti Diljá við Billie Eilish en sagði hana hafa kraftmeiri rödd en bandarísku stórstjörnuna, sem er ekki leiðinlegt hrós að fá.

Hann sagði að Power væri eitt af uppáhalds lögunum hans í ár og spáir því í topp tíu.

Hér að neðan má sjá fleiri bregðast við lagi Diljár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs