fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fókus

Fékk fyrstu fullnæginguna 38 ára og gaf vísbendingu um bólfélagann

Fókus
Þriðjudaginn 14. mars 2023 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Rachel Bilson opnaði sig um kynlíf og fullnægingar í hlaðvarpsþætti sínum, Broad Ideas.

Rachel, 41 árs, sagði hlustendum að hún hafi ekki fengið fullnægingu við samfarir fyrr en hún varð 38 ára.

Aðdáendur hafa lagt tvo og tvo saman og fengið það út að það hafi verið fyrrverandi kærasti Rachel, leikarinn Bill Hader, sem var sá fyrsti til að veita henni fullnægingu. Þau byrjuðu saman árið 2019 og þá var hún einmitt 38 ára.

Rachel Bilson og Bill Hader. Myndir/Getty

Grínistinn Whitney Cummings var í gestur í þættinum og sagðist sjálf hafa fengið fyrstu fullnæginguna við samfarir 40 ára. Þær eru alls ekki einar á báti, í kringum 80 prósent kvenna geta ekki fengið fullnægingu í gegnum samfarir.

Rachel, sem sló í gegn í þáttunum OC árið 2003, hefur átt í nokkrum áberandi ástarsamböndum. Hún var með OC-leikaranum Adam Brody frá 2003 til 2006. Hún var trúlofuð Star Wars-leikaranum Hayden Christensen og eiga þau saman átta ára dóttur, þau hættu saman árið 2017.

Rachel Bilson og Adam Brody.

Hún byrjaði með Bill Hader árið 2019 en þau hættu saman tæplega ári seinna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rachel ræðir hreinskilið og hispurslaust um kynlíf. Í ágúst 2022 var hún spurð í þættinum hvað það væri við Bill sem hún saknaði mest. Hún svaraði: „Stóra typpið hans,“ og skellti síðan upp úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“