fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
FókusMatur

Einn uppáhalds dagurinn á árinu er bolludagurinn og ég hef haldið mörg bollukaffi

DV Matur
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 18:10

Ólöf heimsækir Sjöfn Þórðar í eldhúsið í kvöld og bakar bollur í tilefni bolludagsins í þættinum Matur og heimili. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolludagurinn nálgast óðfluga  og eins og kemur fram á vef Fréttablaðsins í dag fær Sjöfn Þórðar góðan gest heim í eldhúsið í tilefni þess sem ætlar að töfra fram gómsætar bollur. Það er Ólöf Ólafsdóttir konditori á Monkeys sem mun heimsækja Sjöfn og svipta hulunni af sínum uppáhalds bollum. Ólöf er annáluð fyrir kunnáttu sína í eftirréttagerð og þekkt fyrir að töfra fram dýrindis eftirrétti sem gleðja bæði auga og munn.

„Einn uppáhalds dagurinn minn á árinu er bolludagurinn og ég hef haldið mörg bollukaffi,“ segir Ólöf sem mun fara alla leið í þættinum og baka sínar uppáhalds bollur, fylla þær með gómsætri fyllingu og toppa þær að sinni alkunnu snilld.

Ólöf hefur alltaf verið með brennandi áhuga á eftirréttum og kökum. „Áhuginn minn á bakstri vaknaði þegar ég var lítil og fékk ég ávallt að undirbúa og baka fyrir allar afmælisveislur sjálf og einnig fyrir litlu systir mína. Ég fékk að nýta sköpunar gleði mína til fulls og baka allt sem að ég vildi, ef þú spyrð mömmu þá setti ég allt eldhúsið á hliðina. Það var hveiti og súkkulaði alls staðar, þá meina ég gjörsamlega alls staðar, Í öllum skúffum, hillum og yfir öllu gólfinu,“ segir Ólöf og hlær.

Ólöf er þekkt fyrir sína eftirrétti og vann hún meðal annars keppnina um Eftirrétt ársins árið 2021 sem haldin er að Garra árlega sló rækilega í gegn. Ári síðar, í fyrra sat hún í dómnefnd keppninnar. „Það er var líka virkilega skemmtilegt verkefni að fá að sitja í dómnefndinni í fyrra.“

Hvaða bollur ætli séu uppáhalds hjá Ólöfu? Missið ekki af bollubakstrinum með Ólöfu í kvöld í þættinum Matur og heimili á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum