fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Hailey tjáir sig í fyrsta skipti um Selenu Gomez – „Fólk þarf að vita sannleikann“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. september 2022 11:35

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Hailey Bieber er loksins tilbúin til að ræða um kjaftasögurnar sem fóru á fullt eftir að hún og Justin Bieber byrjuðu saman.

Margir sögðu hana hafa „stolið“ Justin Bieber frá Selenu Gomez, en fyrrverandi stjörnuparið var heittelskað af aðdáendum sínum. Þau voru í sundur og saman um árabil áður en söngvarinn byrjaði með Hailey. Þau hafa nú verið gift í fjögur ár.

Stuttu eftir sambandsslit Justin og Selenu opinberaði söngvarinn nýja samband sitt og Hailey. Það féll ekki vel í kramið hjá aðdáendum Jelenu – sem var paranafn þeirra – og þurfti Hailey að þola mikið hatur.

Glöggir netverjar muna eftir alræmda Met Gala 2021 atvikinu þar sem aðdáendur Selenu öskruðu hástöfum á Hailey þegar hún og Justin gengu rauða dregilinn. Hún brotnaði niður en Justin þurrkaði tár hennar og stappaði í hana stálinu á meðan fólk kallaði hana öllum illum nöfnum og söng nafn Selenu.

@dawnofbizzle so disrespectful. he loves her sm. #AEJeansHaveFun #justinbieber #KeepItRealMeals #haileybieber #foryoupage #jailey #foryou #belieber #bieber #metgala ♬ original sound – Sam Arrow

Hailey er nýjasti gestur Alex Cooper í hlaðvarpsþættinum Call Her Daddy. Stutt stikla fyrir þáttinn kom á samfélagsmiðla í gær og hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Aðdáendur hafa lengi beðið eftir að fá svar við spurningunum: Stal hún Justin frá Selenu? Er hún ástæðan fyrir sambandsslitum þeirra?

„Þetta er svo klikkað, ég hef bókstaflega aldrei talað um þetta áður. Ég held að mikið af þessu viðvarandi hatri sem ég fæ sé vegna þess að fólk hugsar: „Þú stalst honum.“ En fólk þarf að vita sannleikann,“ sagði Hailey í stiklunni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CALL HER DADDY (@callherdaddy)

Aðdáendur þurfa ekki að bíða lengur en þátturinn kom út í morgun.

„Ég er alin upp betur en svo“

„Fólk var með samband Justin og Selenu á heilanum […] Varst þú einhvern tíma með Justin á sama tíma og hún?“ Spyr Alex fyrirsætuna.

„Nei, aldrei. Alltaf þegar við vorum að eyða tíma saman, sofa saman eða eitthvað þannig, þá var hann aldrei í sambandi. Ég myndi aldrei eyðileggja sambönd annarra, ég myndi bara aldrei gera það. Ég var alin upp betur en svo,“ segir hún.

Það er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni á Spotify, þar sem hún ræðir enn frekar um tímalínu sambands hennar og Justin, samband hans og Selenu Gomez og margt fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því