fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Baltasar Kormákur vildi ekki dóttur Idris Elba í hlutverk dóttur Idris Elba

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 19:30

Til vinstri: Baltasar Kormákur - Til hægri: Idris og Isan Elba

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beast, nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks Baltasarssonar, var frumsýnd á dögunum en sýningar á myndinni hér á landi hefjast í næstu viku. Stórstjarnan Idris Elba fer með aðalhlutverkið í myndinni sem fjallar um fjölskyldu þar sem foreldrarnir eru skilin. Þegar konan fellur frá ákveður söguhetjan að fara með dætrum sínum tveimur til þorpsins í Afríku þaðan sem móðir þeirra er en hún hafði lofað dætrum sínum að fara þangað. Ferðin reynist þó ekki áfallalaus þar sem ljón eitt á eftir að gera fjölskyldunni erfitt fyrir.

Elba var á dögunum í viðtali við útvarpsþáttinn Breakfast Club og ræddi hann þar um myndina. Á meðal þess sem hann ræddi er hvernig valið var í hlutverk dætra hans í myndinni en Isan Elba, dóttir leikarans, fór í prufu til að leika dóttur hans í myndinni. Elba sagði í viðtalinu að þrátt fyrir að dóttir hans hafi staðið sig frábærlega í prufunni þá hafi Baltasar ekki viljað fá hana til að leika hlutverk dótturinnar í myndinni.

Ástæðan fyrir því að Isan fékk ekki hlutverkið er sú að samband Isan og Idris passaði ekki fyrir sambandið sem feðginin í myndinni áttu að vera með. Will Packer, framleiðandi myndarinnar, var einnig í útvarpsþættinum en hann sagði að Idris hafi verið skýr varðandi prufu dóttur sinnar. „Idris var í prufunni með henni, hann var mjög harður við hana. Hann sagði við mig: Þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við að fara að taka bestu ákvörðunina fyrir myndina. Ég treysti þér Will og ég treysti leikstjóranum.“

Það var Will Packer sem lét Isan vita að hún hefði ekki fengið hlutverkið en hún brást ekki vel við því. Samkvæmt Idris þá talaði Isan, sem er 20 ára gömul, ekki við hann í um þrjár vikur eftir að hún fékk símtalið frá Will. Þau náðu þó sáttum að lokum og þá sagði Isan að hún væri þakklát að hafa fengið tækifæri til að fara í prufuna.

„Við komumst í gegnum þetta og ég er mjög stoltur af henni að fara í gegnum allt þetta, fá ekki hlutverkið en mæta svo samt á frumsýninguna,“ sagði Idris.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro