fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fókus

Opnar sig um „óheilbrigt“ samband við eldri TikTok-stjörnu þegar hún var 16 ára

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. ágúst 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Millie Bobby Brown opnar sig um samband hennar og TikTok-stjörnunnar Hunter Ecimovic, kallaður Hunter Echo. Hún var 16 ára og hann 20 ára þegar þau voru saman.

Vegna aldursmunarins héldu þau sambandinu frá sviðsljósinu og staðfestu það aldrei opinberlega, en myndir af þeim kyssast – teknar árið 2020 – fóru á dreifingu á samfélagsmiðlum. BuzzFeed greinir frá.

Í Kaliforníu, þar sem Hunter er búsettur, er aldurinn þar sem einstaklingar eru taldir bærir til að veita samþykki fyrir kynmökum átján ára – eða ekki fyrr en þeir teljast lögráða – og olli því meint samband þeirra miklu fjaðrafoki.

Instagram Live/Hunter

Í júlí síðastliðnum lét Hunter nokkur umdeild ummæli falla í beinu streymi á Instagram og staðfesti þar að hann og Millie hefðu verið par. Hann sagðist þó ekki hafa „neitt til að biðjast afsökunar á.“

Hann var í kjölfarið harðlega gagnrýndur fyrir grófar athugasemdir hans um Millie og samband þeirra tveggja. Hann endaði á því að biðjast afsökunar á ummælunum í streyminu og sagðist skammast sín.

Mynd/Getty

Á þeim tíma tjáði Millie sig ekki um athugasemdir hans en teymið hennar gaf út yfirlýsingu þar sem athugasemdir hans voru sagðar vera „ábyrgðarlausar, móðgandi og andstyggilegar.“

Óheilbrigðar aðstæður

Nú er Millie 18 ára og opnar sig í fyrsta skipti um samband þeirra í viðtali við Allure. Hún notar aldrei orðið „samband“ en gefur það sterklega í skyn og segir að þetta hafi verið „óheilbrigðar aðstæður.“

„Ég var á mjög viðkvæmum stað. Enginn á tökustað [Stranger Things] vissi hvað væri í gangi. Þannig mér fannst fínt að geta dílað við þetta ein og enginn annar vissi, en síðan varð þetta miklu erfiðara þegar allur heimurinn vissi,“ segir hún um streymi Hunter.

Millie segir að leiðir hennar og Hunter hafi skilið í janúar 2021, tæplega hálfu ári áður en hann lét fleygu ummælin falla á Instagram.

Millie og Jacob.

Hún segir að henni hafi þótt hún vanmáttug í kjölfarið og fundist hún opinberlega niðurlægð. Hún hefur eytt síðastliðnu ári í að jafna sig og ná andlegum bata.

„Þegar maður er niðurlægður svona opinberlega, þá líður manni eins og maður sé ekki við stjórnina og svo vanmáttugur,“ segir hún og bætir við: „Að ganga í burtu frá þessum aðstæðum, vitandi að ég er verðug og þessi manneskja tók ekkert frá mér, það var mjög valdeflandi.“

„Mér finnst eins og ég sé loksins komin á betri stað eftir langan tíma, þetta var ár batans,“ segir hún.

Í dag er leikkonan í sambandi með Jacob Bongiovi, syni tónlistarmannsins Jon Bon Jovi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi