fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Dakota Johnson bregst við því að vera dregin inn í mál Johnny Depp

Fókus
Föstudaginn 1. júlí 2022 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sex vikur var heimurinn gagntekinn af meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu sinni Amber Heard. Depp hafði betur og voru honum dæmdar 15 milljónir Bandaríkjadala í bætur. Kviðdómur féllst á gagnkröfu Heard að hluta og voru henni dæmdar tvær milljónir Bandaríkjadala í bætur.

Sjá einnig: Johnny Depp hafði betur gegn Amber Heard

Eitt af því sem var tekist á um í málinu var atvik sem átti sér stað í Ástralíu sem lauk með því að Depp þurfti að leita læknisaðstoðar eftir að það skars framan af fingri hans.

Heard hélt því fram að hann hafi skorið sig er hann barði hörðum síma úr plasti í vegginn, en Depp sagði að hann hafi tapað fingrinum er Heard henti í hann vodkaflösku.

Um tíma var eins og Dakota Johnson yrði dregin inn í málið. Í viðtali fyrir Vanity Fair bregst hún við myndbandsklippu sem fór eins og eldur í sinu um netheima í kringum réttarhöldin.

Myndbandið var titlað: „AKKÚRAT augnablikið þegar Dakota Johnson VISSI að Amber Heard hefði beitt Johnny Depp OFBELDI.“

Í myndbandinu virðist Depp sýna Johnson slasaðan fingur sinn á meðan þau voru að kynna kvikmyndina Black Mass á kvikmyndahátíð í Venice árið 2015. Johnson segir að öll þessi athygli í kringum dreifingu myndbandsins hefði gert hana óttaslegna um að hún yrði fengin til að bera vitni í málinu.

„Ég var alveg: „Í Guðanna bænum, af hverju? Af hverju er verið að blanda mér í þetta?“ Ég mundi alls ekki eftir þessu, en vinsamlegast takið mig úr þessu. Ekki leyfa þessu að fara lengra. Gætirðu ímyndað þér, guð minn góður, ef ég yrði látin bera vitni?“

Johnson var ekki kölluð í vitnisstúkuna, sér til mikillar ánægju. Hún viðurkennir að hún hafi verið hneyksluð yfir áhuga almennings á málinu.

„Ég átti erfitt með að trúa hversu margir voru límdir við skjáinn að fylgjast með réttarhöldunum, eins og þetta væri einhver sjónvarpsþáttur,“ segir hún.

„Þetta var svo klikkað. Fólk er svo fokking skrýtið. Internetið er villtur, villtur staður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát