fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. júní 2022 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Mig langar að biðjast afsökunar, afsökunar á því að hafa brugðist öðrum þolendum og langar til að einblína á að ég get ekki tekið ábyrgð á öllum fréttaflutning.Ég lagði fram bréf til kærumóttöku kynferðisbrota sl mars hjá lögreglunni og setti mynd hér inn því til staðfestingar,“ segir í færslu sem Vítalía Lazareva birti á Twitter nú rétt áðan. 

Kæran á rætur sínar að rekja til uppákomu í sumarbústaðarferð í Skorradal árið 2020. Þar voru þremenningarnir að skemmta sér ásamt og Þor­steini M. Jónssyni og Arnari. Sá síðastnefndi bauð Vítalíu í heimsókn eftir miðnætti þegar ölvun var orðin talsverð en þá hafði Þorsteinn yfirgefið staðinn.

Sjá nánar: Fullyrt að Arnar og Vítalía hafi verið kærð fyrir tilraun til fjárkúgunar – Vítalía vildi 150 milljónir eftir skatt

Ári síðar, 28. október í fyrra, fengu þremenningarnir skilaboð frá Vítalíu þess efnis að hún ætlaði að leita réttar síns vegna meintra brota þremenninganna gegn henni. Daginn eftir birti  hún svo færslu á Instagram þar sem hún sakaði þremenninganna ásamt Arnari um að hafa brotið á sér kynferðislega í pottinum. Sú færsla var síðan tekin niður samdægurs.

Lögmaður Vítalíu mun hafa borið þre­menningunum þau skila­boð frá Vítalíu og Arnari að greiða þyrfti al­vöru fjár­hæð til að allir gengju stoltir frá borði og hefðu hags­muni af því að þegja. Taldi hann framan af að ger væri krafa upp á fimm­tíu milljónir en meðal gagna málsins er einnig skjá­skot af skila­boðum til lög­mannsins með hug­mynd um greiðslu upp á 3 sinnum þá fjár­hæð, sam­tals 150 milljónir „eftir skatta“ eins og það er orðað. Er í kærunni gengið út frá því að skila­boðin séu frá Vítalíu en þar segir:

„Þá þarf að stilla því upp að þetta er upphæðin eftir skatt svo ekki séu svona brellur eins og þeir voru með síðast. Hvort hægt sé að greiða fyrir ráðgjöf og setja það þannig upp eða eins og sé verið að greiða fyrir hugvit eða slíkt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda
Fókus
Í gær

Manstu eftir áttburamömmunni? – Deilir sjaldséðri mynd af 13 ára unglingunum

Manstu eftir áttburamömmunni? – Deilir sjaldséðri mynd af 13 ára unglingunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu