fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Sjöfn heimækir veitingastaðinn Múlaberg og listrænt heimili Margrétar leirlistakonu á Akureyri

Fókus
Þriðjudaginn 28. júní 2022 17:04

Í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn veitingastaðinn Múlaberg og hittir þau Ingibjörgu og Hlyn og fær smakk af sælkeraréttum af nýja matseðlinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sumrin iðar Akureyri mannlífi og veitingahúsaflóran blómstrar. Í byrjun mánaðarins var nýr matseðill kynntur á veitingastaðnum Múlabergi á Hótel KEA á Akureyri sem sló heldur betur í gegn þar sem freyðandi kokteilar og glóðvolgur matseðill eru í forgrunni.

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar eigendur og rekstraraðila Múlabergs, Ingibjörgu Bragadóttur veitingastjóra og Hlyn Halldórsson yfirkokk og fær innsýn sérstöðu þeirra í matargerðinni og því sem koma skal í sumar. Heiðurinn af nýja matseðlinum á Hlynur og teymið hans. Fyrst og fremst segir Hlynur að sérstöðu staðarins vera franska og norræna matargerð, þar liggi þeirra áherslur. „Okkur langaði að leggja áherslu á að vera með hágæða og fersk hráefni úr nærumhverfinu og um fram allt að leyfa brögðunum á njóta sín í matargerðinni,“ segir Hlynur sem hefur staðið í ströngu ásamt starfsfólki sínu að útbúa þennan nýja sælkeramatseðil sem enginn verður svikinn af. Sumarið hafi farið vel af stað og þegar hulunni var svipt af nýja matseðlinum hafi allt ætlað um koll að keyra. „Við gerðum nýja líka nýja kokteilaseðil samhliða matseðlinum,“ segir Ingibjörg og segir að útisvæðið njóti mikilla vinsælda og þar komi freyðandi sumarkokteilar sterkir inn. Ingibjörg bætir við að þau leggi mikla áherslu á að geta parað sem drykki og mat og það sé upplifun alla leið fyrir gesti að njóta matarins.

Í þættinum heimsækir Sjöfn jafnframt listrænt heimili og vinnustofu Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu en Margrét býr og starfar á Akureyri.

 

Húsið sem hún býr í er teiknað af föður hennar fyrir aðra fjölskyldu en fyrir liðlega tíu árum var Margrét svo heppin að eignast það. Húsið stendur á fallegum stað á hæðinni þar sem útsýnið er stórfenglegt til allra átta. Heimilið hennar er engu öðru líkt þar sem fallegir munir eftir hana kallast á við náttúrulega jarðliti og notaða hluti sem eiga sér sögu.

Hún er með ákveðinn heimilisstíl sem er einstakur á svo margan hátt og lýsir hennar persónulega stíl svo vel. Ljósir litir, jarðtónar og gamlir munir eru eitthvað sem minnir á hana.

„Mér þykir líka svo vænt um hluti sem eiga sér sögu og eru úr fjölskyldunni. Ég leyfi þeim að njóta sín á heimilinu og sumir hafa fengið andlitslyftingu,“ segir Margrét sem er umvafin hlýju og rómantík á heimili sínu á hennar einstaka listræna hátt.

Missið ekki af nýjasta þættinum í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00 á Hringbraut.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur