fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Lilja Gísladóttir nýr starfsmaður Hagkaups

Fókus
Miðvikudaginn 7. desember 2022 11:13

Lilja Gísla. Mynd/Sigurður Pétur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Björg Gísladóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings á markaðssviði Hagkaups en hún starfaði áður hjá heildsölu CU2 sem vörumerkjastjóri.

Lilja Björg hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og hefur samhliða störfum sínum haldið úti öflugum samfélagsmiðli, hlaðvarpsþáttum og tekið að sér ýmis verkefni tengd förðun. Lilja Björg er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík og förðunarfræðingur frá Reykjavík Make Up School.

„Ég er virkilega spennt fyrir því að takast á við ný og spennandi verkefni hjá Hagkaup. Hagkaup er flott fyrirtæki með frábært vöruúrval þar sem flestir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Sem mikill snyrtivöru unnandi er sérstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til þess að starfa í einni stærstu snyrtivöruverslun landsins. Ég tel að fyrirtækið sé á frábærri vegferð og hlakka til þess að fá að taka þátt í að móta framtíðina með Hagkaup,“ segir hún í tilkynningu Hagkaups.

„Ráðning Lilju Bjargar er liður í nýrri vegferð Hagkaups og við erum heppin að fá til okkar öfluga manneskju sem mun taka þátt í því að móta stefnuna og skerpa á okkar línum í markaðsmálum. Okkar markmið er að veita framúrskarandi þjónustu og upplifun og til þess að uppfylla það loforð þurfum við gott fólk með okkur í lið og það er nákvæmlega það sem við erum að gera um þessar mundir. Við erum að mynda gott teymi sem nær vel utan um spennandi verkefni fram undan,“ segir Eva Laufey Kjaran markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“