fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Camilla Rut frumsýnir nýja kærastann á Instagram

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 21. nóvember 2022 10:47

Camilla Rut. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir frumsýndi nýja kærastann á Instagram um helgina.

Valgeir Gunnlaugsson, eða Valli flatbaka eins og hann er betur þekktur, hélt upp á afmælið sitt á laugardaginn og lét Camilla sig að sjálfsögðu ekki vanta.

Sjá einnig: Voru vinir áður en ástin blómstraði – „Ég var oft að fara þangað í hádegismat“

Þemað var hvítt og var parið að sjálfsögðu í hvítu frá toppi til táar og bæði með gullskartgripi.

Camilla er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins. Hún er með yfir 32 þúsund fylgjendur á Instagram og var því stórmál þegar hún frumsýndi Valla á miðlinum um helgina. Hún birti myndband af þeim í myndavélabás og virtust þau hress og kát með lífið og hvort annað.

Skjáskot/Instagram

Camilla á og rekur fatafyrirtækið Camy Collections. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem söngkona og tók nú síðast þátt í uppsetningu á tónleikasýningunni Grease í lok október.

Hún skildi við fyrrverandi eiginmann sinn Rafn Hlíðkvist Björgvinsson fyrr á þessu ári en þau eiga saman tvö börn.

Valli er eigandi Íslensku flatbökunnar og opnaði nýlega veitingastaðinn Indican í Hagamel. Hann á son úr fyrra sambandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir