fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Enn og aftur gleðja meistartaktaktar Brooklyn í eldhúsinu – Kennir að blanda gin og tónik

Fókus
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er hlegið að tilraunum Brooklyn Beckham til að staðsetja sig sem ,,stjörnukokk” en í nýjasta myndbandi sínu á samfélagsmiðlum sýnir hann hvernig blanda skuli gin og tónik. 

Í myndbandinu segist hann vera afar framsækinn í gerð kokteila og hafa gaman af að leika sér með hráefnin. Því næst blandar hann meðal annars gin og tónik og eru hráefnin jú, gin og tónik. 

 

Áður hefur elsti sonur knattspyrnugoðsins og kryddpíunar fyrrverandi skemmt áhorfendum með uppskriftum sínum, til að mynda af pizzu og samloku. 

Brooklyn er nýkvæntur milljónaerfingjanum Nicole Pelz, eins og frægt er orðið, en hefur verið leitandi hvað varðar starfsframa.

Á tímabili kynnti hann sig sem ljósmyndara en nú á eldamennskan hug hans allan.

Pizza hjónanna þótti afar skemmtileg.

Í myndbandinu segist hann hafa notið þess í gegnum árin að fara á pöbbinn með vinum sínum en þar sem hann sé nú kvæntur sínum besta vini, finnist honum best að vera heima og elda og blanda drykki handa frúnni. 

Pabbi hefur borgað reikningna hingað til

Í athugasemdum við myndbandið virðist fólk virðist ekki almennilega vita hvernig taka skuli nýjust uppskrift Brooklyn.

Uppskriftarmyndbönd hans eru sögð með þeim dýrustu sem vitað er um og komi tugir myndatökumanna, stílista, förðunarfræðinga, klippara og fleiri að gerð hvers myndbands. Mamma og pabbi hafa hingað til borgað reikningana.

En þar sem nýja eiginkonan er milljónaerfingi, reyndar er faðir hennar þrisvar sinnum ríkar en David og Victoria, er hugsanlegt að það komi til með að breytast. 

Brooklyn vill fátt meira en að dekra frúna.

Sumir telja að um grín sé að ræða en aðrir telja líklegra að verið sé að gera grín að Brooklyn, það er að fólk í kringum hann sé hreinlega að draga hann áfram á asnaeyrunum. 

,,Ég var farin að blanda gin og tónik fyrir foreldra mína þegar ég var átta ára,” segir meðal annars í athugasemd við myndband kokksins unga. ,

,Of mikið af peningum, algjör skortur á hæfileikum,“ bætir annar við. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku