fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Öllu tjaldað til þegar Birgitta Líf fagnaði afmæli sínu – „Þrítug & skítug“

Fókus
Fimmtudaginn 20. október 2022 13:30

Birgitta Líf Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má með sanni segja að eitt af partýum ársins hafi farið fram í gær en þá fagnaði drottning áhrifavaldanna, Birgitta Líf Björnsdóttir, þrítugsafmæli sínu á skemmtistað sínum B5. Í tilefni dagsins var skemmtistaðurinn vel skreyttur með bleikri lýsingu í stíl við kjól Birgittu sem tjaldaði öllu til í tilefni dagsins.

Eins og gefur að skilja var rjómanum af samfélagsmiðlastjörnum Íslands boðið til gleðskaparins sem og ráðamönnum þjóðarinnar. Þannig mættu meðlimir LXS-gengisins að sjálfsögðu sem og Æðis-drengirnir þrátt fyrir stutt en eldfim orðaskipti á dögunum milli meðlima hópanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands, lét sig ekki heldur vanta ásamt vinum og fjölskyldu Birgittu Lífar.

Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum en meðal þeirra sem tróðu upp voru Jón Jónsson, Herra Hnetusmjör og sjálfur Gísli Pálmi. Teitið fór væntanlega ekki fram hjá neinum Íslendingi sem er virkur á Instagram en kveðjum og myndum af Birgittu Líf og viðburðinum rigndi inn á miðilinn.

Sjón er sögu ríkari

Kristín Péturs íslenskaði frasann thirty and dirty.
Birgitta Líf stillti sér upp í ófáar myndirnar
Birgitta Líf og Enok á góðri stundu
Ástrós Trausta og Birgitta Líf
Jón Boði, 91 árs afi Birgittu Lífar, hélt ræðu
Dóra Júlía og Birgitta Líf
Ásamt foreldrum sínum, Dísu og Bjössa í World Class.
Blómin flæddu
Allt var kyrfilega merkt
B5 var vel skreyttur í tilefni dagsins
Drottning áhrifavaldanna skartaði sínu fegursta

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“