fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Íslendingar á sóttvarnarhótelunum sækja í kynlífstækin – „Það fara alveg nokkrir pakkar þangað á dag frá okkur“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. janúar 2022 20:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa stundina er gríðarlegur fjöldi Íslendinga fastur annað hvort í einangrun eða í sóttkví, alls eru rúmlega 10 þúsund manns í einangrun og rúmlega 8 þúsund í sóttkví. Þau sem geta ekki verið í einangrun eða sóttkví heima hjá sér þurfa að sætta sig við að dúsa á einu af sóttvarnarhótelunum en þeim hefur farið fjölgandi í þessari bylgju.

Það er ljóst að fólkið sem dvelur á sóttvarnarhótelunum lætur sér ekki leiðast því Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sagði frá því á Instagram-síðu sinni í gær að Blush sendi kynlífstæki daglega til fólks sem dvelur á sóttvarnarhótelunum.

„Það er mjög algengt að fólk sé að panta sér kynlífstæki á sóttvarnarhótelin, það fara alveg nokkrir pakkar þangað á dag frá okkur. Þetta byrjaði bara strax í byrjun faraldursins, þá byrjuðum við að senda þangað upp eftir. Þá er þetta í rauninni bara skilið eftir í móttökunni og þá geta þau sem vinna þar farið með þetta upp á herbergin til þeirra sem panta,“ segir Gerður í samtali við DV um málið.

Hún segir það vera algengt að pantanir sem fara frá þeim séu á leiðinni til fólks sem er fast í annað hvort einangrun eða sóttkví. „Það hefur verið þannig í öllum faraldrinum að fólk er að setja að það sé í sóttkví eða einangrun þegar það er að fá sent frá okkur, hvort sem það er heima hjá sér eða á sóttvarnarhótelum. Í langflestum tilfellum er fólk náttúrulega að pakka í flýti og gleymir að taka með sér þessar nauðsynjavörur. Það getur verið ansi einmanalegt og dagarnir geta orðið langir á hótelunum, þá er þetta ágætis lausn.“

Mikil aukning á kynlífstækjasölu í faraldrinum

Síðan faraldurinn hófst hefur netverslun fólks aukist til muna og kynlífstækjaverslanir eru að sjálfsögðu ekki undanskildar þeirri aukningu. „Það kom alveg sérstaklega í fyrstu tveimur bylgjunum, þá fundum við verulegan mun og netverslunin tók vel við sér. Það er kannski aðeins öðruvísi núna, fólk virðist ekki vera að taka þessu jafn alvarlega og er alveg að mæta í búðir. En við fundum sérstaklega mikinn mun til að byrja með, þá var netverslunin töluvert vinsælli en verslunin sjálf,“ segir Gerður.

Vel hefur gengið hjá Blush síðan faraldurinn hófst og sést það líklegast hvað mest í ársreikningi fyrirtækisins. „Við tvöfölduðum veltuna okkar frá 2019 til 2020 og það var 45% aukning í fyrra hjá okkur, 2021. Það er mjög mikil aukning, við erum búin að vera í þessu í að verða 11 ár, það er rosa mikið að bæta veltuna svona svakalega milli ára þegar maður er búinn að vera svona lengi á markaðnum,“ segir Gerður.

Paratækin ekki vinsæl á sóttvarnarhótelunum

Það sem Gerður hefur tekið eftir er að í þessari bylgju og síðustu mánuði hafa herravörur eins og múffur verið að seljast í meira magni en áður. „Við finnum sérstaklega aukningu á sölu á múffum, herravörum, þær eru að seljast meira núna síðustu mánuði en hefur verið síðustu ár. Sem dæmi vorum við alltaf með einn sérstakan rekka fyrir múffur en nú eru þeir orðnir tveir af því við erum komin með meira úrval og við finnum fyrir auknum vinsældum á þessum vörutegundum,“ segir hún.

Gerður segir „það klassíska“ að sjálfsögðu alltaf vera vinsælt líka og nefnir þar sem dæmi sogtækin og eggin. Þá eru einstaklingstækin vinsælust hjá þeim sem fá sent á sóttvarnarhótelin.

„Á sóttvarnarhótelin finnur maður að það er ekki verið að panta paratæki. Þar er fólk meira að splæsa á sig einstaklingstækjum, ekki nuddolíu, spilum eða einhverju slíku,“ segir hún.

„Það er bara jákvætt, fólk verður að gera eitthvað við tímann sinn á meðan það dúsir þarna.“

Gerður vill að lokum benda áhugasömum lesendum á að ef keypt er fyrir yfir 10 þúsund krónur þá sendir Blush frítt, bæði heim til fólks og á sóttvarnarhótelin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“