fbpx
Sunnudagur 03.júlí 2022
Fókus

Gaf kærastanum nýra og hann endurgalt það með framhjáhaldi

Fókus
Mánudaginn 24. janúar 2022 18:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ung kona fékk tækifæri til að bjarga lífi kærasta síns þá hugsaði hún sig ekki tvisvar um og lagðist undir hnífinn fyrir hann. Rúmlega hálfu ári seinna hélt hann framhjá henni og sagði að hún hefði aðeins gefið honum nýra til að líta vel út.

Hin bandaríska Colleen opnar sig um þetta í nokkrum myndböndum á TikTok sem hafa farið eins og eldur í sinu um netheima.

Vildi ekki horfa á hann deyja

Fyrir sex árum síðan var Colleen í sambandi með karlmanni sem hafði glímt við krónískan nýrnasjúkdóm frá því að hann var sautján ára gamall. Hann þurfti að gangast undir himnaskiljun á blóði (e. dialysis) og nýrun hans voru aðeins með um fimm prósent virkni.

„Ég ákvað að athuga hvort ég gæti gefið honum nýra, ég vildi ekki horfa á hann deyja,“ segir hún.

Það kom í ljós að hún var fullkominn nýrnagjafi fyrir hann, þau gengust undir aðgerðirnar og náðu fullum bata.

Sumir hefðu kannski haldið að kærastinn væri henni ævinlega þakklátur en hann endurgalt henni þetta með því að halda framhjá henni sjö mánuðum seinna.

@colleeeniie Reply to @gina.phamm Who’s interested in part 3? 😅 #fyp #foryoupage #lovestory #relationship #kidneydonor ♬ I am at ur moms house – Elizabeth Chetwynd

Colleen greinir frá þessu í öðru myndbandi. Þáverandi kærasti hennar sagði henni að hann ætlaði til Las Vegas í steggjun með vinum sínum úr kirkjunni. Hún var í miðjum lokaprófum og treysti honum fullkomnlega svo hún pældi ekkert meira í því. En eftir ferðina viðurkenndi hann að hafa haldið framhjá.

„Eftir mörg rifrildi ákvað ég að fyrirgefa honum og gaf honum annað tækifæri,“ segir hún.

En þremur mánuðum seinna hætti hann með henni, í gegnum símann í þokkabót, og sagði: „Ef okkur er ætlað að vera saman þá mun Guð leiða okkur saman á ný.“

Ekki nóg með það þá sagði hann við hana: „Þú gafst mér bara nýra til að líta vel út.“

Það er óhætt að segja að netverjar séu í liði með Colleen. „Hann áttar sig ekki á alvarleikanum á bak við það að gefa nýra. Þú bókstaflega fórnaðir lífi þínu fyrir einhvern. Þú ert falleg sál,“ segir einn netverji.

The Sun greinir einnig frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eign dagsins – 297 milljón króna höll með aukaíbúð í Kópavogi

Eign dagsins – 297 milljón króna höll með aukaíbúð í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dakota Johnson bregst við því að vera dregin inn í mál Johnny Depp

Dakota Johnson bregst við því að vera dregin inn í mál Johnny Depp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brosandi svamparnir komnir til Íslands – „Þau hjá Scrub Daddy úti höfðu heyrt að Íslendingar væru kaupóðir“

Brosandi svamparnir komnir til Íslands – „Þau hjá Scrub Daddy úti höfðu heyrt að Íslendingar væru kaupóðir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush