fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Miður sín eftir bikinívaxið – „Langaði bara að skríða ofan í holu og deyja“

Fókus
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki finnst öllum það notaleg lífsreynsla að fara og láta vaxa á sér líkamann, sérstaklega ekki kynfærin – þó svo að margir láti sig hafa það til að hafa einhvern hemil á hárvexti á svæðum sem maður kærir sig ekki um að hafa hár á.

Kona ein lenti í óþægilegri reynslu þegar hún fór í vax á dögunum, en ekki vegna þess að vaxið sjálft var sársaukafullt, heldur út af nokkru sem konan sem vaxaði hana tók eftir. Konan, Baylie, deilir sögu sinni á TikTok en hún var að mæta í fyrsta sinn á nýja snyrtistofu í bikinívax.

„Ég vil byrja á að segja að ég hef aldrei orðið jafn vandræðaleg í lífinu. Þetta var líklega besta vax sem ég hef farið í og líka svo ódýrt. En þetta var svo hryllilega vandræðalegt.“

Bailey segir að hún eigi það til að fá væga sveppasýkingar, en stundum verði þær þó slæmar.

„Þær eru ekki svo slæmar, mig klæjar ekki einu sinni það mikið. Og ég hafði ekki fokking áttað mig á því að öll þessi ár þar sem ég hef látið vaxa mig, að maður er með sveppasýkingu þá geti fokking vaxkonan séð það.“

Þegar Bailey lagðist niður til að láta vaxa sig spurði vaxarinn hvort hún hafi óvart klórað sig á kynfærasvæðinu.

„Og ég svaraði – Eh já ég er búin að vera ögn aum undanfarna daga en þetta er í góðu. En hún spyr þá – Ertu búin að vera að sofa hjá einhverjum nújum? Og ég svara – Nei ég er bara að nota nýtt þvottaefni. Mig langaði bara að skríða ofan í holu og deyja.“

Vaxarinn benti Bailey á að hún væri með sveppasýkingu og ráðlagði henni að fara í næsta apótek til að kaupa viðeigandi krem, nota það tvisvar á dag þar til sýkingin væri farin.

Þessi uppákoma átti eftir að verða enn vandræðalegri þegar kom að því að vaxa Bailey að aftan.

„Hún notar svo mikið vax þarna, mun meira en hefur áður verið notað þegar ég fæ mér svona vax. Og þarna er ég bara farin að hugsa með mér – Er ég í alvörunni búin að vera að ganga um með loðið rassgat? Ég veit ekki hvort hún var að vera svona svakalega vandvirk eða hvort það hafi bara verið ógeðslega mikið af hári þarna.

Til að láta mér líða betur sagði hún mér að ég væri með fallega fætur þegar hún vaxaði þá. En ég held samt að ég ætli að skríða ofan í holu og deyja.“

Þegar Bailey var svo að gera upp og fara hélt vaxarinn hurðinni opinni fyrir hana og minnti hana á – „Mundu að fara í apótekið – Alls ekki gleyma því.“

Frétt The Sun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs