fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum

Fókus
Mánudaginn 26. september 2022 12:30

Myndinni til hægri hefur verið breytt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Emily Ratajkowski hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir myndir sem hún birti af sér og eins árs syni sínum í baði á Instagram.

Þau er bæði nakin á myndunum, en Emily liggur þannig að brjóst og kynfæri hennar eru hulin og hún teiknaði lítið hjarta á myndina til að hylja rass drengsins.

Fylgjendur hennar á miðlinum hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir henni og gagnrýnt hana fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs sonar hennar.

„Af hverju í fjandanum ertu að taka myndir af þér og nöktum syni þínum. Hvað ertu eiginlega tilbúin að gera fyrir „likes“ og athygli,“ sagði einn netverji.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

„Þetta er ekki í lagi. Mér er sama hversu sæt þú ert,“ sagði annar.

„Þetta er svo skrýtið. Allt í góðu með að fara í sturtu með stráknum þínum, en að stilla þér upp nakin með honum og svo deila því. Svo skrýtið,“ segir netverji.

„Síðan hvenær var það eðlilegt að setja nektarmyndir af börnum á netið? Perrar þurfa ekki lengur að nota djúpvefinn,“ bendir einn netverji á.

Aðdáendur komu henni til varnar og sögðu einfaldlega um fallega stund milli mæðgina væri að ræða og að fólk ætti ekki að hlutgera hana.

Erlendir miðlar hafa greint frá gagnrýninni en fyrirsætan hefur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni