fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fókus

Svona er Behati Prinsloo að bregðast við „óviðeigandi hegðun“ Adam Levine

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. september 2022 09:55

F.v: Myraka, Behati Prinsloo og Adam Levine, Sumner Stroh. Myndir/Instagram/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónaband fyrirsætunnar Behati Prinsloo og söngvara Maroon 5, Adam Levine, hefur séð betri daga.

Áhrifavaldurinn og fyrirsætan Sumner Stroh varpaði fram sprengju á mánudaginn þegar hún birti myndband á TikTok og hélt því fram að hún hefði átt í áralöngu ástarsambandi við Adam.

Í kjölfarið stigu fjórar aðrar konur fram til viðbótar og sögðust hafa fengið daðursleg og kynferðisleg skilaboð frá söngvaranum.

Sumner Stroh. Mynd/Instagram

Sjá einnig: Framhjáhaldið sem skekur Hollywood – Adam Levine rýfur þögnina og aðrar stjörnur blanda sér í málið

Behati hefur ekki tjáð sig um málið en fjölskylduvinur ræddi málið við E! News og sagði fyrirsætuna trúa eiginmanni sínum.

„Behati er í uppnámi en hún trúir honum að það hafi ekkert líkamlegt átt sér stað. Þau hafa verið saman allan þennan tíma. Henni finnst þau vera hamingjusamlega gift og fékk áfall þegar hún komst að því hvað hafði átt sér stað án hennar vitundar,“ sagði vinur parsins við E!.

Söngvarinn tjáði sig um málið á þriðjudaginn og þvertók fyrir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni en viðurkenndi að hann hafi „stundum átt óviðeigandi“ samskipti við aðrar konur á netinu.

Myraka og Alyson. Myndir/Instagram

Fjölskylduvinurinn sagði einnig að það væru „engar afsakanir fyrir óviðeigandi hegðun hans“ en Adam heldur því staðfastlega fram að „ekkert líkamlegt“ hafi gerst.

„Hann er vonsvikinn út í sjálfan sig og leiður að hafa sært fjölskyldu sína svona. Þetta hefur látið hann átta sig á því að hann þarf að vinna í ýmsu,“ sagði vinurinn.

Sjá einnig: Skandallinn vindur upp á sig – Fleiri fyrirsætur stíga fram og birta svakaleg skjáskot

Tvær fyrirsætur, Alyson Rose og Myraka, birtu skjáskot af meintum samskiptum sínum við söngvarann á samfélagsmiðlum í gær.

Síðan þá hafa fleiri konur stigið fram, meðal annars fitness áhrifavaldurinn Ashley Russell.

Adam og Behati hafa verið saman í tíu ár, gift í átta ár og eiga von á sínu þriðja barni saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári
Fókus
Fyrir 3 dögum

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk
Fókus
Fyrir 3 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis