fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Fókus

Skelfileg illmenni með krúttleg áhugamál – Blak, ástarsögur og höfrungahlaup

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 18. september 2022 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stalín var án efa eitt versta illmenni sögunnar og bar hann ábyrgð á dauða milljóna. En hvað las hann sér til skemmtunar á kvöldin eftir að langan dag við að slátra fólki? Svarið er bækurnar um Tarsan. Stalín elskan Tarsan og átti allar bækur sem komu út um frumskógarkonunginn.

Saddam Hussein einræðisherra í Íran hikaði ekki við að að láta myrða heilu þjóðarbrotin væri hann í skapi til. En jafnvel einræðisherrar þurfa að eiga sér áhugamál. Og hvað Saddam varðaði voru það rómantískar skáldsögur. Svo hrifin var Saddam af slíkum bókmenntum að hann skrifað eina sjálfur, reyndar undir dulnefni. Sú hét Zabiba og konungurinn og þykir ekki hafa brotið blað í bókmenntasögunni. Nema síður sé.

Osama bin Laden þarf ekki að kynna fyrir neinum. Aldrei hefur jafn mikið kapp verið lagt á að handsama nokkurn mann og Osama bin Laden. Það sem öllu færri vita er að hryðjuverkamaðurinn elskað blak framar flestu og segja nágrannar hans í Pakistan, þar sem Osama fannst, að hann hafi spilað blak í garði sínum daglega.

Teodoro Obiang er einræðisherra Miðbaugs Gíneu og víst ekki mjög elskulegur maður. Hann tók við föður sínum árið 1979 og hefur því setið lengst allra einræðisherra á valdastóli. Spillingin í landinu mun vera ævintýraleg en þrátt fyrir gríðarlega fátækt landsmanna hefur Obiang sankað að sér minjagripum um Michael Jackson upp á milljónir dollara. Karlinn er það mikill aðdáandi að hann pungaði út 275 þúsund dollurum fyrir hvíta kristalshanskann sem Jackson klæddist á sínum tíma.

Ayatollah Khomeini leiddi írönsku byltinguna sem kostaði milljónir lífið.  Khomeini mun ekki hafa verið manna hressastur og varla að finna mynd af honum brosandi. Það var þó eitt sem mun hafa kallað fram bros hjá Khomeini. Höfrungahlaup. Khomeini keppti í höfrungahlaupi frá barnsaldri og var ósigrandi. Hann mun hafa stokkið þar til elli kerling stoppaði hann af.

Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, sá til að alltaf væri til staðar her kynlífsþræla. Barnungar stúlkur, sem valdar voru sérstaklega honum til handa. Líf þessara stúlkna var skelfilegt og kusu margar þeirra frekar að falla fyrir eigin hendi en að dvelja í kvennarbúri Gaddafi.  Það var aftur á móti ein kona sem átti  sérstakan stað í hjarta Gaddafi.

Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Gaddafi var það skotinn í Rice að hallir hans voru fullar af myndum af henni og hann sendi henni gjafir fyrir að minnsta kosti 200 þúsund dollara, þar á meðal demantshring. Meðal gjafana var meðal annars nisti og setti kappinn mynd af sjálfum sér í nistið. Það er flestum til efs að Rice hafi verið uppnumin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Madonna deilir sjaldséðri fjölskyldumynd með öllum börnunum

Madonna deilir sjaldséðri fjölskyldumynd með öllum börnunum
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Camilla Rut og Valli njóta saman á Spáni – „Pornstar martini og risarækjur á leiðinni“

Camilla Rut og Valli njóta saman á Spáni – „Pornstar martini og risarækjur á leiðinni“
Fókus
Í gær

Anna varar við þessu svæði á Tenerife – „Best að halda sig fjarri“

Anna varar við þessu svæði á Tenerife – „Best að halda sig fjarri“
Fókus
Í gær

Eign dagsins – Blátt hús í hjarta Hafnarfjarðar á 121,9 milljónir

Eign dagsins – Blátt hús í hjarta Hafnarfjarðar á 121,9 milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna segir erfiða upplifun síðasta vetrar hafa breytt sér – „Ég var miklu kátari en er lágstemmdari í dag og held að sú breyting sé komin til að vera“

Sólveig Anna segir erfiða upplifun síðasta vetrar hafa breytt sér – „Ég var miklu kátari en er lágstemmdari í dag og held að sú breyting sé komin til að vera“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var talin hafa látist tveggja ára gömul þegar að Titanic sökk – Hver var konan sem steig fram 28 árum síðar?

Hún var talin hafa látist tveggja ára gömul þegar að Titanic sökk – Hver var konan sem steig fram 28 árum síðar?