fbpx
Laugardagur 24.september 2022
Fókus

Berjast fyrir Skólamunastofu Austurbæjarskóla – Opið hús á laugardaginn

Fókus
Föstudaginn 9. september 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til stendur að leggja niður Skólamunastofu Austurbæjarskóla sem varðveitir sögu skólans með hinum ýmsu munum. Hollvinafélag Austurbæjarskóla berst fyrir því að halda stofunni lifandi og gengst fyrir opnu húsi næstkomandi laugardag. Dagskráin er frá kl. 11 til 14 en gengið er inn frá horni Vitastígs á móts við Vitabar.

Leikbrúður Jóns E. Guðmundssonar

Pétur Hafþór Jónsson, fyrrverandi kennari við skólann og stjórnarmaður í Hollvinasamtökum Austurbæjarskóla, hefur beitt sér mjög fyrir framgangi skólamunastofunnar og birtir eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:

„SKÓLAMUNASTOFA AUSTURBÆJARSKÓLA KVÖDD

Skólamunastofa Austurbæjarskóla verður opin almenningi í síðasta sinn nk. laugardag frá kl. 11 – 14. Gengið er inn frá horni Vitastígs og Bergþórugötu á móts við Vitabarinn, sem flestir þekkja. Embættismenn Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og stjórnendur skólans hyggjast ekki láta af þeim áformum sínum að ryðja Skólamunastofu Austurbæjarskólans burt úr risinu. Ekki er vitað til þess, að kjörnir fulltrúar Reykvíkinga hafi átt aðkomu að þeirri ákvörðun. Það hefur amk. ekki verið gert með formlegum hætti.

Austurbæjarskólinn var stofnaður af fádæma stórhug árið 1930 og var ekkert til hans sparað. Tveir menn voru sendir til Þýskalands til að kaupa allt það besta, sem í boði var af búnaði. Vegna mikils geymslurýmis upp í risi og áhuga  flestra, sem störfuðu við skólann, varðveittist mikið af stofnbúnaði hans í áranna rás. Smám saman bættist við það safn eftir því sem tímar liðu og gömul tæki og tól viku fyrir nýjum. Eftir velheppnaða afmælissýningu árið 2010, þar sem hinir gömlu munir voru dregnir fram í dagsljósið, myndaðist mikil umræða meðal fólks um stofnun skólamunasafns. Slík var hrifning gesta yfir sýningunni, sem var afar fjölsótt. Margir lýstu hins vegar yfir vonbrigðum sínum yfir því, að sýningin skyldi einungis hafa staðið í einn dag og þeir fyrir bragðist misst af henni. Nýstofnað Hollvinafélag Austurbæjarskóla féll vel inn í þá umræðu.

Nýr skólastjóri, Kristín Jóhannesdóttir afhenti félaginu hluta af risi skólans til afnota fyrir nokkrum árum. Það var fullkomlega í samræmi við auglýsingu um stöðu skólastjóra Austurbæjarskóla frá 2014, en þar segir orðrétt með feitu letri: “Leitað er eftir einstaklingi, sem getur veitt skólasamfélaginu faglega forystu á lýðræðislegan hátt og leitt skólann inn í framtíðina með virðingu fyrir ríkri menningarlegri arfleifð.” Svo mörg eru þau orð og öllum ljóst að ekki hefur verið staðið við þau.

Varanleg sýning skólamuna var í kjölfarið sett upp í risinu, varanleg þar til nú. Ekki er ljóst hvað verður um munina og óljóst um eignarhald á þeim. Embættismenn borgarinnar hafa engin svör á reiðum höndum. Stjórnendur skólans hafa verið varaðir við því að taka risið undir kennslu. Það hefur áður verið reynt, en gafst ekki vel. Engum leið vel þar til lengdar, hvorki nemendum né kennurum. Nú á að endurtaka sömu mistökin.

En næstkomandi laugardag gefst sem fyrr segir síðasta tækifærið til að skoða þessa muni. Vonandi mæta sem flestir og vonandi skapast umræða í kjölfarið um varðveislu menningarminja Reykvíkinga og stjórn borgarinnar, þ.e. hvort hún er í höndum kjörinna fulltrúa eða misvitra embættismanna.“

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur á sama máli

„Embættismenn og stjórnendur hjá Reykjavíkurborg segja, að stjórn Hollvinafélags Austurbæjarskóla standi í vegi fyrir framþróun og tækninýjungum í skólanum. Þetta er argasta bull,“ segir Pétur í samtali við DV. Hann bendir á að hollvinafélagið hafi stuðlað að framþróun í starfi skólans:

„Stjórn Hollvinafélagsins er skipuð þeim einstaklingum, sem staðið hafa fyrir einna mestri framþróun í skólastarfi Austurbæjarskóla á þessari öld, s.s. í fjölmenningarlegum kennsluháttum, tónlistarkennslu og sviðsframkomu nemenda og tölvunotkun í stærðfræðikennslu. Sömu einstaklingar tóku í sjálfboðavinnu virkan þátt í fjáröflun foreldrafélags skólans fyrir endurnýjun tækjakosts í samkomusal skólans, bíósalnum og sigldu í raun þeirri fjáröflun í höfn.“

Pétur segir ennfremur:

„Á síðasta ári stóð til að opna íslenskuver í risinu. Í ályktun íbúasamtaka miðborgarinnar frá því í fyrra segir svohljóðandi: Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur mótmælir þeim fyrirætlunum, að gera Íslenskuver fyrir erlend börn í Vitastígsálmu Austurbæjarskóla, sem Hollvinasamtök Austurbæjarskóla hafa nú til afnota fyrir skólamunasafn. Aðgengi er slæmt að þessu rými, flóttaleiðir langar og það stenst ekki nútímakröfur um skólahúsnæði barna. Skemmst er að minnast þess, að árið 2010 kom upp eldur í risi skólans, sem frístundamiðstöð hverfisins hafði þá til umráða og var þá hætt að nota það rými fyrir nemendur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Síðasta ljósmyndin – Augnabliki síðar varð þessi friðsæla verslunargata vettvangur blóðbaðs

Síðasta ljósmyndin – Augnabliki síðar varð þessi friðsæla verslunargata vettvangur blóðbaðs
Fókus
Í gær

Móðir náttúra er óútreiknanleg – Heimsins sjaldgæfustu samsetningar hárs og augna

Móðir náttúra er óútreiknanleg – Heimsins sjaldgæfustu samsetningar hárs og augna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Björgvins svarar gagnrýninni – „Magnað að fá þau skilaboð frá nýjasta spútnik RÚV“

Edda Björgvins svarar gagnrýninni – „Magnað að fá þau skilaboð frá nýjasta spútnik RÚV“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir nýjasta flaggskip Þjóðleikhússins harðlega – „Verkið er eintóm froða, uppfull af illa skrifuðum persónum“

Gagnrýnir nýjasta flaggskip Þjóðleikhússins harðlega – „Verkið er eintóm froða, uppfull af illa skrifuðum persónum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framhjáhaldið sem skekur Hollywood – Adam Levine rýfur þögnina og aðrar stjörnur blanda sér í málið

Framhjáhaldið sem skekur Hollywood – Adam Levine rýfur þögnina og aðrar stjörnur blanda sér í málið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hunang, hnerrar og krókódílaskítur – Getnaðarvarnir til forna

Hunang, hnerrar og krókódílaskítur – Getnaðarvarnir til forna