fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Írisi ofbauð að danskur sælgætisframleiðandi eigni sér súkkulaðihjúpaðan lakkrís og greip til aðgerða

Fókus
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Björg Þorvaldsdóttir hefur verið búsett í Danmörku um árabil. Á dögunum veitti hún því eftirtekt að danski sælgætisframleiðandinn Bülow, sem er nefnt eftir Johan Bülow, virtist eigna sér þá hugmynd að hjúpa lakkrís með súkkulaði og að sú snilld hafi fæðst árið 2009. Í kjölfarið hafði hún samband við fyrirtækið og fékk það í gegn að dregið var í land með fyrri fullyrðingu. Í dag heldur fyrirtækið því fram að það hafi fyrst allra áttað sig á því að hjúpa gæðalakkrís með gæðasúkkulaði. Lítil orrusta vannst en stríðið er þó í algleymi að mati Írisar og um afar mikilvæga menningarbaráttu sé ræða. Íslendingar eiga þessa frábæru hugmynd með húð, eða öllu heldur hjúp, og hári.

Íris Björg Þorvaldsdóttir

Ekki sátt við sögufölsunina

„Ég var að tala við  Dana sem ég þekki um það hversu lengi Bülow hefur verið markaði í samanburði við íslenska sælgætið,“ segir Íris um upphaf málsins. Að hennar sögn eru Danir vel meðvitaðir um íslenskt sælgæti. Um árabil hafi slíkt góðgæti fengist í Irmu-matvörubúðunum og nú er hægt að fá íslenskt sælgæti víðar, til dæmis í Netto, Normal og sumum bensínstöðvum.

Þetta þekkir Íris Björg vel enda er hún mikil aðdáandi sælgætis frá heimalandinu. „Það hefur stundum verið hægt að finna Djúp í búðunum og ég man hvað mér þótti piparhúðaður Djúpur góð hugmynd þegar ég smakkaði hann fyrir mörgum árum, en ég fann hann í búð hér í Danmörku. Ég keypti marga poka þrátt fyrir að verðið væri hátt í samanburði við annað súkkulaði,“ segir Íris.

Á meðan áðurnefnt samtal um lakkrísinn stóð fór hún inn á heimasíðu framleiðandans Bülow.

„Þá rek ég augun í texta þar sem fram kemur að árið 2009 hafi Bülow og Tage,  framleiðslustjóri fyrirtækisins, „udviklet“, það er þróað hugmyndina um að súkkulaðihjúpa lakkrís. Það var tekið sérstaklega fram að á þessum tíma hafi verið haldið að það væri ómögulegt, en að þarna hafi fæðst ein vinsælasta vara fyrirtækisins:  A – The original. Mér fannst þetta athyglisvert í ljósi þess að ég ólst upp við að borða súkkulaði húðaðann lakkrís á Íslandi. Þrátt fyrir að ég væri ekki viss um að íslendingar hafi verið fyrstir í heiminum til að gera þetta, þá var ég viss um að Bülow var langt á eftir Íslendingum og mér fannst hann vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þar að auki fannst  mér eiginlega bara hlægilegt að lesa að á þessum tíma hafi verið haldið að það væri ómögulegt að súkkulaðihúða lakkrís,“ segir Íris.

Hún  varð því ósátt við þessa sögufölsun nágranna okkar í Danaveldi og ákvað að láta ekki kyrrt við liggja. Hún sendi fyrirspurn þar sem hún gerði athugasemd við textann á heimasíðu fyrirtækisins og benti meðal annars á að Íslendingar hafi um áratugaskeið gætt sér á súkkulaðihjúpuðum lakkrís.

Hún fékk ekki svar fyrr en hún ítrekaði spurninguna en þá barst eftirfarandi svar:

„Sæl Íris. Takk fyrir fyrirspurn þína og forvitni. Flest okkar hafa verið í fríi svo við biðjumst velvirðingar á töfinni. Í tengslum við þennan texta þá erum við fyrst og fremst ánægð að þú hafir áhuga á sögu okkar.

Þar að auki skiljum við furðu þína, þar sem það að húða lakkrís með súkkulaði hefur vissulega verið stundað árum saman á Íslandi.

Í textanum er hins vegar vísað til þess að Johan og Tage hafi þróað hugmyndina að þessu saman, ekki að þau hafi fundið þetta upp saman. Því þau voru að sjálfsögðu innblásin af súkkulaðihúðuðum lakkrís sem var nú þegar til á Íslandi.

Ég vona að þetta svari spurning þinni og ef ekki þá verður þú bara í bandi.

Virðingarfyllst,

Marcus.“

Textanum breytt og ekki til hins betra

Þetta fannst Írisi ekki nógu gott svar og sendi aftur:

„Hæ Marcus og takk fyrir svarið. Ég held að þetta ætti að vera endurorðað svo maður fái ekki annað á tilfinninguna við lesturinn. Sérstaklega þegar þið skrifið: „Við héldum að þetta væri ómögulegt“ – þegar þið vitið klárlega að þetta er mögulegt. Ég held að þetta sé gert til að láta þetta hljóma eins og eitthvað sem þið fundið upp og það er ekki sanngjarnt eða siðlegt. Heldur Bülow að það sé betra að hafa þetta óljóst?

Kveðja Íris.“

Þá barst henni svarið:

„Hæ Íris.

Við getum vel skilið þetta og sjáum hvað þú meinar. Ég var að ræða við kollega minn sem er nú að tryggja að textinn verði leiðréttur. Þakka þér kærlega fyrir að vekja athygli á þessu – við kunnum að meta það.

Virðingarfyllst,
Marcus.“

Íris segir að hún hafi verið þakklát að sælgætisframleiðandinn hefði séð ljósið og uppfært textann á síðu sinni. Hún hafi svo ákveðið að kanna hvaða breyting hafi verið gerð og brá þá við. Nú virðist textinn gefa til kynna að fyrirtækið hafi fundið upp hið ómögulega – að húða sælkeralakkrís með gæða súkkulaði. Þetta þótti Írisi gefa til kynna að Íslendingar noti hvorki gæða lakkrís né gæða súkkulaði og í reynd sé framleiðandinn enn að reyna að eigna sér þjóðarsælgæti Íslendinga.

En textinn hljóðar nú:

„2009 súkkulaðihúðaður lakkrís. Í teymi við vörustjórann Tage þróaði Johan hugmyndina um að húða gæða lakkrís með gæða súkkulaði. Það var talið ómögulegt en þessi vinsæla vara A-The Original leit fljótlega dagsins ljós.

Eins og áður segir er Íris alls ekki viss um að súkkulaðihúðaður lakkrís sé íslensk uppfinning. Það sé þó deginum ljósara að þetta hafi tíðkast hér á landi, við góðar undirtektir, löngu fyrir árið 2009 þegar  Bülow datt til hugar að reyna hið meinta ómögulega – að húða lakkrís með súkkulaði. Aðspurð tekur hún undir það að súkkulaðihjúpur lakkrís sé einskonar þjóðarsælgæti Íslendinga.

„Já, mér hefur fundist það. Ég bendi ferðamönnum á leið til Íslands alltaf að smakka slíkt sælgæti og þá sérstaklega Draum, Djúp eða Hjúplakkrís.,“ segir Íris Björg. Hún segist ánægð með að hafa náð lítilli breytingu í gegn hjá danska framleiðandanum en að milliríkjadeilan um súkkulaðihjúpaðan lakkrís sé bara rétt að hefjast.

Texti á enskri heimasíðu Bülow sem ekki hefur verið uppfærður:

En danska lýsingin hefur fengið yfirhalningu:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“