fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Þórunn Antonía nýkomin úr aðgerð – „Ég veit að þetta mun verða mikil lífsbjörg“

Fókus
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 09:59

Þórunn Antonía. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir gekkst undir aðgerð á kviðarholi í gær til að fjarlægja samgróninga.

„Ég er svo óendanlega þakklát að hafa loksins komist til sérfræðings og ég hlakka svo til að upplifa lífið hugsanlega verkjalaus! Þvílík gjöf og gæfa,“ skrifar söngkonan í einni af nokkrum einlægum færslum sem hún birti á Instagram í gær og í morgun. Hún opnar sig um veikindin, kvíðann fyrir aðgerðina, einmanaleikann eftir hana og vonina um að sársaukalaust líf taki við en verkirnir hafa verulega háð henni lengi.

„Mörg ár af krónískum sársauka, slæmir samgróningar eftir tvo bráðakeisara og alls konar annað. Sjúkdómsgreiningar sem myndu gera mig fullkomna fyrir Dr House þátt. Ég ætla ekki að sætta mig við leg sem veldur mér sársauka!“ skrifaði Þórunn Antonía við myndband á Instagram.

Söngkonan birti einnig nokkrar myndir af sér í samstæðu hvítu blúndunærfatasetti og sagðist ekki ætla að láta þessa aðgerð koma í veg fyrir nein vinnuplön. „Ég fer alltaf vel með mig og heilsan er mér allt,“ segir hún.

Fjöldi fylgjenda Þórunnar Antoníu hafa skrifað við færsluna og óskað henni skjóts bata.

Í morgun birti hún svo aðra færslu þar sem hún ræddi nánar um aðgerðina og ástæðuna fyrir því að hún gekkst undir hana.

„Annar eggjaleiðari var grafin upp við kviðvegg, leg fast upp að nafla og fleiri líffæri mætt í þetta hópknús. Ég er ekki á sjúkrahúsi því ég fór á einkarekna stofu, Klíník Ármúla, eina sérfræðingi í þessum málum á Íslandi. Jón Ívars, ef ekki bestur í heimi. Ég er ótrúlega kvalin, aum á sál og kvið en veit að þetta mun verða mikil lífsbjörg. Ég var of lasin til að fara heim og er á sjúkrahóteli – fyrrum Hótel Íslandi. Ég kannski tek nokkrar verkjatöflur og þykist vera í ungfrú Ísland ef mér byrjar að leiðast. Nú er allt á leið upp,“ skrifar hún.

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Við sendum Þórunni Antoníu innilegar batakveðjur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum