fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarnar vikur og mánuði hefur breska þjóðin verið með öndina í hálsinum í bið eftir nýjustu fréttum af einu umtalaðsta máli sem upp hefur komið við hirðina.

Um er að ræða grátdeiluna miklu.

Kjólalengd og sokkabuxur

Meðan á undirbúningi giftingar Meghan Markle og Harry prins komu upp raddir um að Meghan hefði grætt Kate Middleton, eiginkonu Vilhjálms prins. En í hinu víðfræga viðtali sem Oprah Winfrey tók við þau hjón Meghan og Harry sagði Meghan það öfugt farið. Kate hefði grætt hana. Hefðu tárin byrjað að renna við mátun kjóla brúðarmeyja. 

Meghan var miður sín í hinu umtalaða viðtali við Oprah.

Hin harðvítuga deila mun hafa snúist um hversu síðir kjólarnir ætti að vera og hvort litlu stelpurnar ættu að vera í sokkabuxum. Meghan mun hafa viljað styttri kjóla án sokkabuxna en Kate kjólana heldur síðar og stelpurnar í sokkabuxum. 

Meghan kvaðst þó hafa fyrirgefið svilkonu sinni tárin en vissulega hafi þetta verið erfið lífsreynsla sem hefði aukið á þunglyndi hennar og sjálfsvígshugsanir. 

Málið skók breska þjóðarsál. Eðlilega. Enda ekki fallegt af Kate að koma svona fram við nýjasta meðlim fjölskyldunnar.

Svo fór að Meghan vann og voru kjólarnir styttir og sokkabuxurnar afskrifaðar.

Hinn mikli viðsnúningur

En nú hefur orðið viðsnúningur eftir að bókin Revenge: Meghan, Harry and the war between the Windsors eftir Tom Bowen kom út í síðasta mánuði.

Sá hefur skrifað nokkrar ævisögur þekktra einstaklinga og mun vera ansi harðorður og jafnvel grimmur.

Margoft hefur verið farið í mál við hann og hefur Bown unnið þau öll endar þekktur fyrir að vanda til heimildavinnu. 

Í bókinni kemur fram að það var Meghan sem grætti Kate og laug hún því að sjálfri Oprah Winfrey. Og þeim milljónum sem á horfðu. Oprah mun ekki vera sátt og reyndar öskureið við Meghan. Kate hafði fætt yngsta barn þeirra Vilhjálms aðeins mánuði áður og mun hafa verið viðkvæm sem telja má eðlilegt aðeins mánuði eftir fæðingu.

Kate mun hafa verið orðin uppgefin á endalausu rausi Meghan um kjólana og sokkabuxurnar. Og þegar að Meghan benti á að Charlotte litla prinsessa, sem var ein brúðarmeyjanna, ætti að líkjast meira dóttur vinkonu Meghan, sem einnig var brúðarmær fékk drottningin tilvonandi nóg og fór að skæla. 

Fór Kate að gráta þegar að Meghan gagnrýndi Charlotte prinsessu? Mynd/Getty

Stríð

Kate mun þó um kvöldið hafa bankað upp á hjá þeim Meghan og Harry með blómvönd og spurt hvort ekki væri hægt að gleyma þessum leiðindum. 

En Kate var einnig þungt í skapi yfir öðru. Um var að ræða ítrekaðar kvartanir starfsfólks Meghan og Harry um dónalega og hrokafulla framkomu Meghan. 

Bowen fullyrðir að Kate hafi í leiðinni beðið Meghan að koma betur fram við starfsfólk sitt en Meghan hent í hana blómvendinum og skellt hurðinni á Kate. 

Þar með hafi hafist stríð á milli svilkvennanna sem enn sjái ekki fyrir endann á.

Breska þjóðin í áfalli

Meghan telur að um aðför að sér sé að ræða en hún muni halda ótrauð áfram starfi sínu á sviði mannréttinda og góðgerðarmála. 

Kate getur ekkert sagt vegna stöðu sinnar sem eiginkona krúnuerfingjans. 

Breska þjóðin hefur ekki um annað talað undanfarnar vikur en hver grætti hvern og eru þarlendir fjölmiðlar undirlagðir af spekúlentum og sérfræðingum sem velta málinu fyrir sér frá öllum hliðum. 

Spurningunni er enn ósvarað. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Í gær

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum