fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Fókus

Mögnuð stemming í Húsi Máls og menningar – Frakki reif sig úr við mikinn fögnuð

Fókus
Föstudaginn 12. ágúst 2022 16:33

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, gítarleikari og Grindvíkingur með meiru hefur stigið á svið í Húsi Máls og menningar í sumar við mikinn fögnuð gesta. Sibbi eins og hann er jafnan kallaður kemur fram undir nafninu Sibbi & og með honum á sviði hefur komið fram rjómi íslenskra tónlistarmanna.

Á borðum liggja frammi söngbækur sem Sibbi hefur tekið saman, Söngbók Sibba, og geta allir valið óskalög sem hljómsveitin spilar síðan og syngur, jafnan við mikinn fögnuð.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi vakti ferðamaður frá Frakklandi mikla athygli, en hann dansaði af miklum móð og naut sín vel sitt síðasta kvöld á Íslandi.

Sibbi og félagar stíga á svið í kvöld og hefst fjörið á slaginu 19.30. Með Sibba á sviðinu verða Hálfdán Árnason bassaleikari, Kjartan Baldursson gítarleikari og Sigfús Örn Árnason (Fúsi Óttars) trommuleikari sem trommaði meðal annars með Rikshaw á níunda áratugnum. „Fyndið að í kvöld kemur ítalskur túristi og vill syngja Rio með Duran Duran en þegar ég sá myndband við Into the burning moon með Rikshaw, þá hélt ég að það væri með Duran Duran,“ segir Sibbi spenntur að stíga á svið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“