fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Hentu 12 milljarða stórmynd í ruslið – Mun aldrei koma fyrir sjónir almennings

Fókus
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 10:51

JK Simmons, Leslie Grace og Michael Keaton fóru með hlutverk í myndinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Batgirl hefur verið á teikniborðinu í nokkur ár og gott betur en það því tökum á myndinni er lokið og eftirvinnslunni nánast einnig. Þrátt fyrir það mun kvikmyndin aldrei líta dagsins ljós því kvikmyndaverið HBO Max hefur ákveðið að slaufa framleiðslu myndarinnar.

Batgirl átti að skarta Leslie Grace í hlutverki leðurblökustúlkunnar auk þess sem stórleikararnir JK Simmons, Michael Keaton og Brendan Fraser fóru með stór hlutverk í myndinni. Simmons sem lögreglustjórinn Jim Gordon, Keaton sem Batman og Fraser sem illmennið Firefly.

Eins og gefur að skilja kostaði framleiðsla myndarinnar sitt en talið er að heildarkostnaðurinn hafi verið 90 milljónir dollara eða rúmir 12 milljarðar króna. Ráðgert var að myndin yrði frumsýnd á streymisveitunni HBO Max eins og er orðið algengt.

Leikstjórar myndarinnar voru þeir Adil El Arbi 0g Bilall Fallah sem leikstýrðu myndinni Bad Boys for Life með Will Smith og Martin Lawrence árið 2020. Sú mynd fékk kannski enga rosalega dóma en halaði inn peningum fyrir kvikmyndaverið og það telur í Hollywood.

Allt virðist þó hafa farið úrskeiðis varðandi Batgirl því erlendir miðlar greina frá því að myndin hafi þótt svo hræðilega léleg að henni væri ekki viðbjargandi. Þá passaði hún einnig illa inn í sögusvið annarra mynda í kvikmyndaheimi DC, sem Batman og Batgirl, tilheyra og því væri það glapræði að frumsýna myndina. Í ljósi þess að kvikmyndaheimur DC er gjörsamlega í óskiljanlegu rugli þá er þetta talsvert afrek.

Miðað við sumar myndir sem Hollywood hefur boðið uppá í gegnum árin þá þarf mynd að vera ansi slæm til þess að enda alfarið í ruslakörfunni. Áhugafólk um skelfilegar Hollywood-myndir fær þó aldrei að njóta þessarar hörmungar.

Þó er einnig sú kenning á lofti að um sé að ræða einhverskonar bókhaldsbrellur Warner Bros-kvikmyndaversins, sem á HBO Max. Þar á bæ sé allsherjar stefnubreyting í gangi og fyrirtækið hafi metið sem svo að það væri hagkvæmara að bókfæra risastórt tap af myndinni frekar en að frumsýna myndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi