fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Stólpagrín gert að Miss Universe Iceland – „Ég held með þessari ljóshærðu“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 13:00

Mynd í skjáskoti af vef Vísis/Arnór Trausti - Mynd af Miss Universe Iceland keppninni frá 2017 í bakgrunni/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verulega hallað undan fæti fegurðarsamkeppna á síðustu árum. Þegar fjallað er um fegurðarsamkeppnir hér á landi spretta spéfuglar landsins iðulega á fætur og hafa ekki undan að hamra á  lyklaborð sín grín og glens um keppnina. Það var að sjálfsögðu raunin þegar Vísir fjallaði um næstu Miss Universe Iceland keppni í gær en keppnin verður haldin þann 24. ágúst næstkomandi í Gamla bíói.

Stærsta varpstað spéfugla hér á landi er án efa að finna á Twitter og fjölmargir þeirra fóru á flug í gær þegar þeir sáu frétt Vísis. Spéfuglarnir flugu sérstaklega hátt vegna myndarinnar sem fylgdi með fréttinni þar sem stelpurnar á henni eru allar ljóshærðar. Við fyrstu sýn héldu því margir að allir keppendurnir í Miss Universe Iceland í ár væru ljóshærðar en þegar nánar er að gáð má sjá að aðeins er hluti keppenda á myndinni.

Þegar blaðamaður kafaði dýpra ofan í málið komst hann að því að það eru ekki allir keppendurnir með ljóst hár, að minnsta kosti tvær af þeim eru með dökkt hár, ein er annað hvort dökkhærð eða á dökkhærða alnöfnu og svo er ein ljós-skolhærð. Kenna má gúrkutíð í almennum fréttum um að lagst var þessa í rannsóknarvinnu.

Ljóst er þó að hinn almenni spéfugl fór ekki í jafnmikla rannsóknarvinnu og blaðamaður gerði, enda var engin þörf á því fyrir þá. Auk þess var hin einsleita mynd með fréttinni það sem var til umræðu.

Hér fyrir neðan má sjá brot af gríninu sem fólk birti á Twitter í gær:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu