fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Dakota Johnson rifjar upp tökurnar fyrir kvikmyndina Fifty Shades of Grey, sem er byggð á samnefndri bók sem fór sigurför um heiminn.

Höfundur bókarinnar, sem var sú fyrsta af þremur, er Erika Mitchell en gengur undir höfundanafninu E.L James. Dakota segir í viðtali við Vanity Fair að hún hefði lært snemma að smekkur Eriku væri „sérkennilegur.“

Það eru komin sjö ár síðan fyrsta myndin kom út og Dakota segir að hún hefur „aldrei getað talað hreinskilnislega um þetta.“

„Í upphafi samþykkti ég að gera allt öðruvísi mynd en við enduðum með að gera,“ segir hún við Vanity Fair.

Hún segir að rót vandans hefði legið hjá kvikmyndaverinu og leikstjóranum, en aðallega hjá höfundi bókanna.

„Hún hafði mikla listræna stjórn, allan daginn, alla daga, og hún heimtaði bara að ákveðnir hlutir yrðu gerðir,“ rifjar leikkonan upp.

„Það var ýmislegt í bókinni sem bara virkaði ekki í kvikmynd, eins og innra eintal (e. inner dialogue), sem var á tímum mjög hallærislegt. Það myndi ekki virka að segja það upphátt. Þetta var alltaf barátta, alltaf.“

Dakota Johnson og Jamie Dornan. Mynd/Getty

Dakota segir að hlutirnir hefðu aðeins versnað þegar Charlie Hunman hætti við að leika Christian Grey og leikarinn Jamie Dornan kom í hans stað. Hún segir að Erika Mitchell hefði þá slaufað upprunalega handritinu.

„Við tókum upp atriðin eins og Erika vildi hafa þau og tókum þau síðan upp eins og við vildum hafa þau,“ segir hún og bætir við að það hafi verið mikil óreiða á tökustað.

„Ef ég hefði vitað hvernig þetta átti eftir að verða, ég held að enginn hefði samþykkt að gera þetta. Ég hefði verið alveg: „Ó, þetta er geðveiki.“ En nei, ég sé ekki eftir því,“ segir hún.

„Erika er vingjarnleg kona og hún var alltaf góð við mig. Og ég er þakklát að hún vildi mig í þessum myndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“