fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Móðir Britney Spears tjáir sig um brúðkaup dóttur sinnar – Fékk ekki boðskort

Fókus
Mánudaginn 13. júní 2022 12:00

Lynne Spears og hjónin á brúðkaupsdaginn. Mynd/Getty/Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lynne Spears, móðir poppstjörnunnar Britney Spears, tjáir sig um brúðkaup dóttur sinnar, en henni var hvorki boðið í athöfnina né veisluna.

Britney gekk í það heilaga með Sam Ashagri þann 9. júní síðastliðinn. Hún birti nokkrar myndir frá stóra deginum á Instagram og skrifaði móðir hennar við eina færsluna:

„Það geislar af þér og þú virðist vera svo hamingjusöm! Brúðkaupið þitt er „drauma“ brúðkaupið! Og að halda það heima hjá þér gerir þetta svo fallegt og sérstakt. Ég er svo hamingjusöm fyrir þína hönd! Ég elska þig!“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Britney Spears (@britneyspears)

Lynne Spears var ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem fékk ekki boðskort. Faðir Britney, Jamie Spears, var ekki á gestalistanum og ekki heldur litla systir hennar, Jamie Lynn Spears.

Í janúar steig Jamie Lynn fram í viðtali til að ræða um sjálfsævisögu sína „Things I Should Have Said.“ Í viðtalinu fór hún með ýmsar staðhæfingar og ræddi einnig um hegðun Britney í gegnum árin.

Britney gagnrýndi viðtalið og sagði fjölskylduna hafa eyðilagt drauma sína.

Sjá einnig: Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“

Jamie Lynn hefur ekki tjáð sig opinberlega um brúðkaup systur sinnar en líkaði við færslu E! News á Instagram um það. Söngkonan hefur ekki svarað athugasemd móður sinnar eða tjáð sig um viðbrögð systur sinnar á samfélagsmiðlum.

Úthúðaði móður sinni

Britney lokaði á móður sína fyrir nokkrum árum og hefur farið ófögrum orðum um hana á samfélagsmiðlum.

Í nóvember í fyrra skrifaði hún harðorða færslu á Instagram þar sem hún sakaði móður sína um að eiga hlut í sjálfræðissviptingunni.

„Pssss pabbi minn kom því kannski á að ég var sjálfræðissvipt fyrir 13 árum… en það sem fólk veit ekki er að það var mamma mín sem gaf honum hugmyndina. Ég mun aldrei fá þessi ár til baka. Hún eyðilagði líf mitt úr launsátri,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki