fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Britney Spears giftir sig í dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 06:05

Britney Spears og Sam Sam Asghari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Britney Spears mun ganga í hjónaband með unnusta sínum, Sam Asghari, í dag. Athöfnin verður fámenn en um 100 gestir verða viðstaddir. Reiknað er með að bróðir hennar, Bryan, verði viðstaddur en foreldrar hennar og systir, Jamie Lynn, verða ekki viðstödd.

TMZ skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmanni að ekki sé enn búið að ákveða hver leiði Britney upp að altarinu.

Britney birti myndband af sér og Sam í gær þar sem ekki er annað að sjá en að búið sé að gera neglur hennar klárar fyrir stóra daginn. Hún og Sam sjást aka um í Rolls-Royce og dreypa á kampavíni í myndbandinu.

Unnið hefur verið að undirbúningi brúðkaupsins mánuðum saman en Sam fór á skeljarnar og bað hennar í september.

Þegar hún losnaði undan forræði föður síns, sem hafði stýrt fjármálum hennar og mörgu öðru árum saman, gerði hún öllum ljóst að hún vildi giftast, kaupa hús og eignast börn.

Í apríl tilkynntu skötuhjúin að Britney væri barnshafandi en því miður missti hún fóstrið.

Skötuhjúin kynntust 2016 og hafa verið saman síðan.

Þetta verður þriðja hjónaband Britney en hún var gift Jason Alexander og Kevin Federline. Þetta verður fyrsta hjónaband Sam.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“