fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Fyrrverandi samstarfsmaður kemur Heard til varnar – „Ég trúi Amber Heard“

Fókus
Þriðjudaginn 24. maí 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn David Krumholtz, sem gefur gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Santa Clause og Harold & Kumar Go to White Castle og í þáttunum Numb3rs, hefur stigið fram og komið leikkonunni Amber Heard til varnar, en hún hefur undanfarið verið þolandi óvæginnar gagnrýni og háðs í tilefni af meiðyrðamáli sem fyrrverandi eiginmaður hennar, leikarinn Johnny Depp, hefur höfðað gegn henni.

Í málinu er tekist á um hvort að Depp hafi beitt Heard heimilisofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð, en Heard ritaði grein sem birtist hjá Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist tveimur árum fyrr hafa orðið táknmynd heimilisofbeldis og þykir Depp að í þeirri yfirlýsingu felist ásökun gegn honum þó að hann sé þar hvergi nefndur á nafn.

Krumholtz lék með Heard í þáttunum The Playboy Club og deildi hann nýlega á Instagram sínu stuðningsyfirlýsingu við fyrrum samstarfskonu sína.

„Amber heard er þolandi ofbeldis að hálfu Johnny Depp. Elskið þið ekki myndirnar hans? Er hann ekki myndarlegur? Heard, hann er svo indæll! Sjálfur Jack Sparrow skipstjóri!!!

Eiturlyf og áfengi breytir mönnum í skrímsli… ég trúi Amber Heard. 

Hún er ekki saklaus. En hún er þolandi. Sjálfumgleði Johnny Depp í þessum réttarhöldum er viðbjóðsleg. Ég vann með Amber Heard. Hún er ekki geðsjúklingur. Hún er bráðgáfuð og sterk og villtist inn í þetta rugl. Hún gerði mistök. Hvers vegna er Johnny að lögsækja hana? Því hann neitar að horfast í augu við fíknivanda sinn.“ 

Depp hefur krafist þess að Heard greiði honum 50 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur þar sem ásakanir hennar hafi valdið honum fjárhagslegu tjóni sem meðal annars hafi falist í því að kvikmyndaframleiðendur hættu við verkefni þar sem Depp var ætlað stórt hlutverk eða skiptu honum út fyrir aðra leikara. Krumholtz segir að Heard beri þar enga ábyrgð heldur hafi Depp sjálfur valdið sér þessum skaða.

„Ástæðan fyrir því að Johnny Depp hefur orðið af verkefnum er sú að hann er hrúgald. Disney og fleirum er alveg sama um hvað Amber hefur sakað hann um. Hann hefur eyðilagt sitt eigið orðspor með því að misnota fíkniefni og áfengi.“ 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni