fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Allt brjálað eftir að hún líkti fjögurra ára dóttur Kylie Jenner við hóru

Fókus
Miðvikudaginn 18. maí 2022 15:00

Kylie Jenner og Travis Scott á verðlaunahátíðinni um helgina. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylie Jenner og Travis Scott hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að mæta með fjögurra ára dóttur sína, Stormi, á Billboard verðlaunahátíðina á dögunum í því sem sumir hafa kallað „óviðeigandi“ kjól.

Travis kom fram á hátíðinni sem var haldin á sunnudag í Las Vegas og er þetta í annað skiptið sem hann kemur fram eftir Astroworld tónleikana í nóvember 2021 þar sem tíu manns létust í troðningi.

Travis Scott, Stormi og Kylie Jenner. Mynd/Getty

Kylie og Travis eignuðust annað barn í febrúar, sem um tíma hét Wolf en þau hættu síðan við það nafn og hefur enn ekki verið tilkynnt um nýja nafn drengsins.
Á „rauða“ dreglinum í Las Vegas um helgina var Kylie í glæsilegum kjól frá Balmain en Stormi litla var í rjómalitum kjól og strigaskóm.

Stormi og Kylie Jenner. Mynd/Getty

Það sem hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum er að kjóll Stormi var stuttur, þröngur og bara með einum hlýra þannig að önnur öxlin var ber. Flest venjulegt fólk getur þó verið sammála um að þetta var bara sætur kjóll á lítilli stelpu. En þau sem voru á annarri skoðun sáu sig knúna til að deila því á Twitter.

Einni sem var misboðið sagði Stormi klædda eins og hún væri 22ja ára en ekki 4ra ára.


Önnur líkti kjólnum við klæðnað strippara.


Og sú þriðja gekk svo langt að segja foreldrana hafa klætt Stormi litlu eins og hóru.

Í tvítinu, sem nú er búið að eyða, skrifaði hún: „I am pissed how could you do this bring her to an award show filled with people where she can get Covid and then dress Stormi as a hooker.“ eða „Ég er brjáluð. Hvernig fenguð þið af ykkur að taka hana með á fjölmenna verðlaunahátíð þar sem hún gæti fengið Covid og klætt Stormi einsw og hóru.“

Þetta umdeilda tvít vakti mikla athygli og var til að mynda fjallað um það á Pop Buzz en það var að finna í þessum þræði 

Þrátt fyrir að því hafi verið eytt sjást hins vegar enn svör til konunnar þar sem fólk segir til að mynda:

„Stormi var dásamleg. Hóra? Þú, Monika, ert sú sem þarft á hjálp að halda.“

„Það er mjög truflandi að þú, fullorðin manneskja, sért að kalla BARN hóru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni