fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Innlit í villta líf fylgdarsveinsins og besta ráðið hans

Fókus
Fimmtudaginn 12. maí 2022 19:29

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski fylgdarsveininn Ryan James ætlaði sér aldrei að starfa innan kynlífsiðnaðarins, en það breyttist eftir að hann byrjaði í sambandi með fyrrverandi fylgdarkonu.

„Ári eftir að við byrjuðum saman ákvað hún að byrja aftur að starfa sem fylgdarkona. Ég var ekki ánægður í mínu starfi á þeim tíma, þannig ég hugsaði: „Veistu hvað, ég ætla að prófa þetta.“ Þetta var árið 2013 og ég hef ekki litið til baka síðan,“ segir hann í hlaðvarpsþætti News.au I‘ve Got News For You.

Ryan segir að það séu nokkrar ástæður fyrir því að hann hefur ekki litið til baka, ein eru tekjurnar. Fyrsti klukkutíminn kostar 107 þúsund krónur og hver klukkutími eftir það 80 þúsund krónur, eða 600 dollarar. Fyrir nýja viðskiptavini er hann með tilboð, tveir klukkutímar á 107 þúsund krónur, eða um 800 dollara.

Hann segist einnig bjóða upp á afslátt ef viðskiptavinur býður honum út að borða eða í ferðalag.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ryan James (@ryanjamessydney)

Ryan er með tæplega áratuga reynslu í þessum bransa og hefur komist að því að honum þykir best að hitta aðeins einn viðskiptavin á dag svo „öll mín orka“ fari aðeins í þann viðskiptavin.

Hann segir að þó kynlíf sé nær alltaf hluti af stefnumóti þá hafa margir viðskiptavinir boðið honum í ferðalög víðs vegar um Ástralíu.

Furðulegar beiðnir

Ryan segist elska starfið sitt og að „fullnægja konum“ en það hefur líka sína galla. Hann fær stundum furðulegar beiðnir og segir að sú furðulegasta til þessa var þegar kona bað hann um að skilja eftir sæði í krukku.

„Hún hafði samband við mig og sagðist vilja barn. Hún bað mig um að skilja eftir smá sæði í krukku í póstkassanum hennar. Augljóslega gerði ég það ekki,“ segir hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ryan James (@ryanjamessydney)

Alls konar viðskiptavinir

Fylgdarsveinninn segir að konur á öllum aldri kaupi af honum þjónustu, en einnig pör.

„Oft er það eiginmaðurinn sem sér um að bóka mig fyrir eiginkonuna. Ég er þá bókaður í einn eða tvo tíma. Við byrjum á því að fá okkur drykk, spjöllum aðeins og svo oft situr eiginmaðurinn á meðan ég er að stunda kynlíf með eiginkonunni hans, svo kannski tekur hann þátt með okkur.“

Helsta ráðið

Aðspurður hvort hann eigi stundum erfitt með að fá standpínu, eða halda henni, svarar hann neitandi. „Ég hef mikla ástríðu fyrir þessu starfi, ég virkilega nýt þess og elska að hitta allar þessar ólíku konur.“

Þegar kemur að besta ráðinu þegar kemur að fullnægja konu í svefnherberginu segir hann einfaldlega: „Hlustaðu á hana.“

„Hlustaðu á það sem hún er að segja eða taktu eftir líkamstjáningu hennar. Það er ekki eins og það sé eitthvað eitt „trikk“ sem á eftir að virka. Þú þarft að geta lesið líkamstjáningu hennar, og það sem skiptir meira máli; hlustaðu á það sem hún er að segja.“

Ryan segir að hann hefur heyrt allt of margar sögur frá konum sem sögðu karlmönnum hvað þær fíluðu, og fíluðu ekki, í kynlífi en það var síðan hunsað.

„Ef ég ætti bara að gefa eitt ráð þá er það að hlusta á það sem hin manneskjan er að segja.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“