fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Bruce Willis hættur að leika vegna heilaskaða

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 17:19

Bruce Willis. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Bruce Willis  ætlar að stíga til hliðar og hætta að leika. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sú að hann hefur greinst með málstol, en orsakast það yfirleitt af skaða á vinstri hlið heilans. Málstol veldur erfiðleikum í tali og því hefði verið erfitt fyrir Bruce að halda ferlinum áfram.

Emma Heming Willis, eiginkona Bruce, greinir frá þessu í færslu sem hún birti á Instagram-síðu sinni. Í færslunni útskýrir hún að Bruce hafi glímt við heilsuvandamál og hafi nýlega greinst með málstol. „Eftir mikla umhugsun hefur Bruce ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum, sem skiptir hann svo miklu,“ segir Emma.

Bruce er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Die Hard, Pulp Fiction, The Fifth Element, The Sixth Sense og Sin City. Ferill hans spannar heil 44 ár og hefur hann unnið til Golden Globe og Emmy verðlauna fyrir leik sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“