fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Breyta nafni sonarins – „Okkur fannst bara eins og þetta væri ekki hann“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. mars 2022 08:26

Travis Scott og Kylie Jenner. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógullinn Kylie Jenner tilkynnti á Instagram í gær að sonur hennar heitir ekki lengur Wolf.

Kylie og rapparinn Travis Scott buðu annað barn sitt velkomið í heiminn þann 2. febrúar síðastliðinn. Hann fékk nafnið Wolf en að sögn Kylie fannst foreldrunum nafnið ekki passa við hann eftir að hafa kynnst honum betur.

Skjáskot/Instagram

„Bara svo þið vitið þá heitir sonur okkar ekki Wolf lengur. Okkur fannst bara eins og þetta væri ekki bara hann,“ sagði hún og bætti við að hún vildi koma þessu á framfæri þar sem hún sér nafnið Wolf alls staðar þegar það er verið að tala um son þeirra.

Kylie opinberaði ekki nýja nafnið en birti nýtt YouTube-myndband tileinkað syni þeirra. Þau gerðu það sama þegar dóttir þeirra, Stormi, kom í heiminn. Hún varð fjögurra ára þann 1. febrúar síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn