fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Sarah Jessica Parker bregst við lygum John Corbett um nýju þættina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 12:30

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir „And Just Like That…“ hófu göngu sína á HBO Max í desember í fyrra. Þeir eru „spin-off“ af vinsælu „Sex and The City“ þáttunum og kvikmyndunum og við fáum að fylgjast áfram með ævintýrum Carrie Bradshaw, Charlotte York-Goldenblatt og Miröndu Hobbes.

Öll fyrsta þáttaröð er komin á streymisveituna og var það ljóst eftir að lokaþátturinn kom út að John Corbett, leikarinn sem fór með hlutverk Aidan Shaw í SATC, yrði ekki í nýju þáttunum eins og aðdáendur reiknuðu með, þar sem hann hélt því fram í viðtali við Page Six í apríl í fyrra.

Sarah Jessica Parker tjáði sig um málið í „Watch What Happens Live With Andy Cohen“.

Hún sagði að John hefði beðið hana afsökunar á því að hafa logið um hlutverk sitt í nýju þáttunum.

„Hann hafði samband og var mjög vingjarnlegur, því hann er herramaður, og baðst afsökunar á að hafa gert þetta í gríni,“ sagði hún.

„Og ég sagði bara: „Nei, nei, nei, ég meina þetta er frjálst land, til að byrja með, og í öðru lagi þá fannst mér þetta skemmtilegt og indælt.“

Leikkonan gaf svo í skyn að John gæti komið fram í næstu þáttaröð. „Ég meina allt er mögulegt,“ sagði hún glettin.

John Corbett lék fyrrverandi unnusta Carrie Bradshaw, Aidan Shaw í upprunalegu „Sex and the City“ þáttunum. Í viðtali við Page Six í fyrra sagði hann: „Ég verð í [nýju þáttunum].“ Hann sagðist jafnframt vera mjög spenntur og að hann myndi leika í þó nokkrum þáttum.

Höfundur þáttanna, Julie Rottenberg, og framleiðandi þáttanna, Michael Patrick King, gagnrýndu ummæli John Corbett harðlega í viðtali við Deadline fyrr í febrúar.

„Hann ætti að vera að biðjast afsökunar. Við sögðum ekki neitt,“ sagði Julie Rottenberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu