fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Sarah Jessica Parker bregst við lygum John Corbett um nýju þættina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 12:30

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir „And Just Like That…“ hófu göngu sína á HBO Max í desember í fyrra. Þeir eru „spin-off“ af vinsælu „Sex and The City“ þáttunum og kvikmyndunum og við fáum að fylgjast áfram með ævintýrum Carrie Bradshaw, Charlotte York-Goldenblatt og Miröndu Hobbes.

Öll fyrsta þáttaröð er komin á streymisveituna og var það ljóst eftir að lokaþátturinn kom út að John Corbett, leikarinn sem fór með hlutverk Aidan Shaw í SATC, yrði ekki í nýju þáttunum eins og aðdáendur reiknuðu með, þar sem hann hélt því fram í viðtali við Page Six í apríl í fyrra.

Sarah Jessica Parker tjáði sig um málið í „Watch What Happens Live With Andy Cohen“.

Hún sagði að John hefði beðið hana afsökunar á því að hafa logið um hlutverk sitt í nýju þáttunum.

„Hann hafði samband og var mjög vingjarnlegur, því hann er herramaður, og baðst afsökunar á að hafa gert þetta í gríni,“ sagði hún.

„Og ég sagði bara: „Nei, nei, nei, ég meina þetta er frjálst land, til að byrja með, og í öðru lagi þá fannst mér þetta skemmtilegt og indælt.“

Leikkonan gaf svo í skyn að John gæti komið fram í næstu þáttaröð. „Ég meina allt er mögulegt,“ sagði hún glettin.

John Corbett lék fyrrverandi unnusta Carrie Bradshaw, Aidan Shaw í upprunalegu „Sex and the City“ þáttunum. Í viðtali við Page Six í fyrra sagði hann: „Ég verð í [nýju þáttunum].“ Hann sagðist jafnframt vera mjög spenntur og að hann myndi leika í þó nokkrum þáttum.

Höfundur þáttanna, Julie Rottenberg, og framleiðandi þáttanna, Michael Patrick King, gagnrýndu ummæli John Corbett harðlega í viðtali við Deadline fyrr í febrúar.

„Hann ætti að vera að biðjast afsökunar. Við sögðum ekki neitt,“ sagði Julie Rottenberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“