fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Sarah Jessica Parker bregst við lygum John Corbett um nýju þættina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 12:30

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir „And Just Like That…“ hófu göngu sína á HBO Max í desember í fyrra. Þeir eru „spin-off“ af vinsælu „Sex and The City“ þáttunum og kvikmyndunum og við fáum að fylgjast áfram með ævintýrum Carrie Bradshaw, Charlotte York-Goldenblatt og Miröndu Hobbes.

Öll fyrsta þáttaröð er komin á streymisveituna og var það ljóst eftir að lokaþátturinn kom út að John Corbett, leikarinn sem fór með hlutverk Aidan Shaw í SATC, yrði ekki í nýju þáttunum eins og aðdáendur reiknuðu með, þar sem hann hélt því fram í viðtali við Page Six í apríl í fyrra.

Sarah Jessica Parker tjáði sig um málið í „Watch What Happens Live With Andy Cohen“.

Hún sagði að John hefði beðið hana afsökunar á því að hafa logið um hlutverk sitt í nýju þáttunum.

„Hann hafði samband og var mjög vingjarnlegur, því hann er herramaður, og baðst afsökunar á að hafa gert þetta í gríni,“ sagði hún.

„Og ég sagði bara: „Nei, nei, nei, ég meina þetta er frjálst land, til að byrja með, og í öðru lagi þá fannst mér þetta skemmtilegt og indælt.“

Leikkonan gaf svo í skyn að John gæti komið fram í næstu þáttaröð. „Ég meina allt er mögulegt,“ sagði hún glettin.

John Corbett lék fyrrverandi unnusta Carrie Bradshaw, Aidan Shaw í upprunalegu „Sex and the City“ þáttunum. Í viðtali við Page Six í fyrra sagði hann: „Ég verð í [nýju þáttunum].“ Hann sagðist jafnframt vera mjög spenntur og að hann myndi leika í þó nokkrum þáttum.

Höfundur þáttanna, Julie Rottenberg, og framleiðandi þáttanna, Michael Patrick King, gagnrýndu ummæli John Corbett harðlega í viðtali við Deadline fyrr í febrúar.

„Hann ætti að vera að biðjast afsökunar. Við sögðum ekki neitt,“ sagði Julie Rottenberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát