fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Kanye West og Billie Eilish fara í hart – Krefst þess að fá afsökunarbeiðni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. febrúar 2022 12:30

Kanye West og Billie Eilish. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West hótar að hætta við að koma fram á Coachella tónlistarhátíðinni ef söngkonan Billie Eilish biður ekki Travis Scott afsökunar. Travis Scott er rappari og barnsfaðir raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner.

Kanye vill að Billie biðst afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla á tónleikum nýlega, en hann telur ummælin tengjast Astroworld harmleiknum, þegar átta manns létust á tónleikum Travis Scott.

Kanye lýsti þessu yfir í færslu á Instagram, sem er öll skrifuð í hástöfum.

„Kommon Billie við elskum þig, viltu vinsamlegast biðja Travis afsökunar og fjölskyldu þeirra sem létust. Enginn vildi að þetta myndi gerast, Travis hafði ekki hugmynd um það sem var að gerast þegar hann var á sviði og hann var mjög leiður yfir því sem gerðist og já Travis verður með mér á Coachella, en nú þarf ég að fá Billie til að biðjast afsökunar áður en ég kem fram á hátíðinni,“ segir hann.

Travis Scott átti upphaflega að vera meðal þeirra sem kæmu fram á Coachella en eftir Astroworld fengu skipuleggjendur hátíðarinnar söngkonuna til að koma í hans stað.

„Ég var bara að hjálpa aðdáanda“

Billie lét umrædd ummæli falla þegar hún stöðvaði tónleika hjá sér til að hjálpa tónleikagesti. Hún sagði við áhorfendur: „Ég bíð eftir að fólk sé í lagi áður en ég held áfram.“

Margir héldu að hún væri með þessu að beina spjótum sínum að Travis og gagnrýna hann. Nokkrir fjölmiðlar erlendis greindu frá því en Billie neitar að hafa verið að tala um Travis.

„Ég bókstaflega sagði ekki orð um Travis, ég var bara að hjálpa aðdáanda,“ sagði Billie í svari sínu til Kanye.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu