fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fókus

Dómarar gengu út þegar grímuklæddi söngvarinn reyndist vera Rudy

Fókus
Föstudaginn 4. febrúar 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir tökur á sjöundu seríu sjónvarpsþáttaraðarinnar The Masked Singer. Þættirnir ganga út á það að frægir einstaklingar úr hinum ýmsu krókum og kimum samfélagsins kom fram í grímubúning og taka lagið. Söngvararnir eru svo dæmdir á verðleikum einum og dómarar dæma svo þann versta úr leik. Sá hinn sami tekur þá grímuna af sér og opinberar þannig hver sá er í raun og veru.

Sjöunda serían á að fara í loftið í mars og hafa framleiðendur þáttanna verið harðir á því að upplýsa ekki hverjir koma fram í þáttunum fyrr en að sýningu kemur og halda þannig dulúð yfir hverjir keppendurnir eru.

Í vikunni greindu fjölmiðlar vestanhafs þó frá því að tveir dómarar í keppninni stóðu upp og gengu út eftir að í ljós kom að Rudy Guiliani, fyrrum borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps í gegnum dramatíkina á síðustu dögum forsetatíðar sinnar væri á bakvið grímuna. Dómararnir voru þeir Ken Jeong, sem meðal annars er þekktur fyrir leik sinn í The Hangover, og söngvarinn Robin Thicke.

Fylgdi þó sögunni að þeir snéru snögglega til baka. Áætlað er að þátturinn verði sýndur í mars.

Framleiðendur þáttanna neituðu að tjá sig um málið þegar Billboard leitaði eftir svörum.

The Billboard sagði frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali