fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Þórunn Antonía um Góðu systur – „Fólk var farið að senda mér dag og nótt peningabeiðnir og hrikalega átakanlegar sögur“

Fókus
Laugardaginn 22. janúar 2022 11:00

Þórunn Antonía. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er stofnandi og eigandi Facebook-hópsins Góða systir, sem er með um 47 þúsund meðlimi. Söngkonan steig til hliðar sem stjórnandi síðunnar fyrir nokkrum árum vegna álags. Hún opnaði sig nýverið um þennan tíma í Story á Instagram og hvernig það hefði verið að vera að jafna sig eftir lífshættuleg veikindi, með nýfætt barn að reyna að gera tugi þúsunda kvenna til geðs, stjórna umræðum, fá sendar fjölda átakanlegra sagna af fólki í neyð og standa fyrir söfnunum. Um tíma var þetta orðið svo slæmt að þetta varð einn helsti kvíðavaldurinn í hennar lífi.

„Ég stofnaði Facebook-síðuna Góða systir á sínum tíma einmitt með það að leiðarljósi að miðla góðu. Miðla jákvæðni og hvetja aðrar konur til að gera slíkt hið sama. Ég stofnaði síðuna og bauð mínum vinkonum og hvatti þær til að gera slíkt hið sama. Á þremur dögum voru meðlimir orðnir um það bil fimmtíu þúsund,“ segir Þórunn Antonía.

„Ég vann linnulaust við að halda uppi boðskapnum þar innan regla hópsins, sem var rosalegur álagsvaldur. Ég var með Freyju [dóttur mína] nýfædda og var greind með alvarlega áfallastreituröskun eftir lífshættulega meðgöngueitrun sem endaði í bráðakeisari, og önnur áföll sem komu á sama tíma. Það var rosalega þroskandi en takandi að reyna að halda utan um umræðuvettvang fyrir um 50 þúsund konur.“

Þórunn Antonía fékk nokkrar konur til að hjálpa sér að halda utan um hópinn.

„Ég fékk rosalega góðar konur sem meðstjórnendur [í hópnum] sem björguðu mér alveg því mér þótti vænt um boðskapinn og þykir enn.“

Næst ræðir hún um safnanirnar. „Við stóðum fyrir mánaðarlegum söfnunum fyrir fólk í sárri neyð. En ég vildi aldrei að það yrði tilgangurinn þó það hefði verið ómetanlegt að hjálpa fólki með þessum hætti, þá var það ótrúlega sárt að lesa bréfin frá fólki í neyð og fyllast af vanmáttarkennd að geta ekki hjálpað öllum,“ segir hún og heldur áfram.

„Fljótlega eftir að við settum mánaðarlegar safnanir í loftið, eftir 100 prósent lögreglum leiðum, fór síðan að snúast bara um það. Ég skapaði síðuna sem jákvæðni og samstöðu síðu sem ég leit á sem öryggi í heimi fullum af sorgarfréttum og böli. En fólk var farið að senda mér dag og nótt peningabeiðnir og hrikalega átakanlegar sögur. Ég var að jafna mig eftir lífshættuleg veikindi með nýfætt barn og þetta fór að vera minn mesti kvíðavaldur.“

Álagið varð bara meira því sem tímanum leið. „Svo varð fólk orðið reitt og brjálað af hverju ég svaraði ekki öllum stundum, skipandi mér að eyða út hinu og þessu. Ég var allt í einu orðin að launalausum starfsmanni ókunnugra kvenna sem heimtuðu frá mér að vera alltaf til staðar til að slökkva á einhverjum umræðum sem sköpuðust þarna inni. Þetta var orðið of átakanlegt og ég steig til hliðar sem „admin“ en er stofnandi og eigandi síðunnar. Ég kíki enn í dag reglulega við og á meðan [síðan] gleður einhverja þá er það nóg.“

Þórunn Antonía segir að hún ætlar að skrifa meira um samskipti, vináttu, jákvæðni og fleiri hluti og birta það á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro