fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Kona föst í líkama 8 ára barns segir ástarlífið dapurt – „Ég laða bara að mér ræfla og aula“

Fókus
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shauna Rae er 22 ára bandarísk kona og umfjöllunarefni í þáttaröðinni I Am Shauna Rae, en fyrsti þáttur var frumsýndur hjá TLC í gær. Þegar Shauna var aðeins sex mánaða gömul var hún greind með sjaldgæft krabbamein í heila sem og meðferðin við því varð til þess að heiladingull hennar hætti að virka eins og hann á að gera.

Shauna náði því aldrei að verða fullvaxta og er í dag föst í líkama átta ára barns. Hún er aðeins 1,16 metrar á hæð og 30 kg að þyngd. Hún er líka barnaleg í útliti. En þar fyrir utan er hún venjuleg 22 ára kona og vill að samfélagið taki sér sem slíkri, sem hefur reynst þrautinni þyngri.

„Ef þú sæir mig myndir þú halda að ég væri bara venjuleg lítil stelpa að gera hluti sem venjulegar litlar stelpur gera. En sannleikurinn er sá að ég er ekki lítil stelpa. Ég er kona.“

Í viðtali við People segir Shauna að útlit hennar geri það erfitt að finna sér maka og þarf hún að gæta vel að sér hvað það varðar.

„Ég verð að ræða við manneskju augnlit til augnlits áður en ég svo mikið sem hugsa um að fara með henni á stefnumót. Ég verð að vita hvernig þessi manneskja mun bregðast við opinberlega.

Ég þarf að vita að hún ráði við allar flækjurnar sem fylgja mér því ég get ekki verið í sambandi með manneskju nema hún geti tekist á við það. Og það er nokkuð mikið til að biðja einhvern um að takast á við.“

Shauna segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá sé ástarlífið hennar heldur dapurlegt.

„Ég held að ég hafi farið á stefnumót með svona sjö manneskjum. Ég laða að mér ræfla og aula – þú veist þennan týpíska „slæma strák“ og líka bjána.“

Í stiklum fyrir þættina sést Shauna hitta mann á blindu stefnumóti. Þar sést að maðurinn heldur fyrst að það sé verið að hrekkja hann. Þar má líka sjá hana reyna að kaupa sér drykk á knæpu og fá sér húðflúr, en fékk þau svör að slíka þjónustu mætti ekki veita barni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?