fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Heimildamynd varpar nýju ljósi á skilnað Britney Spears og Kevin Federline

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. september 2021 09:00

Kevin Federline og Britney Spears. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamyndin Britney vs Spears varpar nýju ljósi á skilnað poppstjörnunnar Britney Spears og Kevin Federline. Britney skrifaði heiminum skilaboð um skilnað sinn og Kevin Federline og nú, rúmlega áratug síðar, fær rödd hennar loks að heyrast.

Myndin kom út á streymisveitunni Netflix í gær og koma ýmsar nýjar upplýsingar þar fram um líf Britney og þrettán árin eftir að hún missti sjálfræði sitt og hvaða áhrif það hafði á hana.

Í heimildamyndinni er yfirlýsing Britney opinberuð í fyrsta sinn en hún á að hafa skrifað hana til að koma sinni hlið á skilnaðinum á framfæri.

Sagðist neydd til að skilja

Britney á að hafa skrifað yfirlýsinguna og látið Andrew Gallery fá. Yfirlýsingin er skrifuð í þriðju persónu. Andrew vann að heimildamyndinni Britney: For the Record sem kom út árið 2008. Þau urðu vinir eftir það.

Eftir að desemberútgáfa tímaritsins People kom út árið 2008, þar sem Kevin Federline var á forsíðu, gaf Britney Andrew yfirlýsinguna sem svar sitt við viðtali Kevin og bað Andrew um að lesa yfirlýsinguna upp í sjónvarpi. En það var aldrei gert.

„Mér fannst ótrúlegt að sjá hversu mikill áhersla var lögð á Britney til að selja tímarit frekar en á Kevin,“ kemur fram í yfirlýsingunni. „Það sem gerðist fyrir Britney var fyrir ári síðan.“

Britney á tvö börn með Kevin. Sean Preston, 16 ára, og Jayden James, 15 ára.

Í yfirlýsingunni segir hún að lögfræðingar hennar „neyddu“ hana til að skilja við Kevin því hún „fór að heimsækja hann í New York og hann vildi ekki hitta hana og börnin.“ E! News greinir frá.

„Og lögfræðingar hennar sögðu að ef hún skilur ekki við hann mun hann gera það sjálfur.“

Í yfirlýsingunni heldur Britney því líka fram að ástæðan fyrir mörgum rifrildum þeirra væri vandamál Kevin við að „vakna og reykja gras“ klukkan fimm á morgnanna.

„Enginn talar um þessa hluti því enginn veit sannleikann. Það var logið að Britney […] börnin voru tekin frá henni og hún látin missa stjórn, sem allar mæður hefðu gert undir þessum kringumstæðum.“

Söngkonan benti einnig á að „fólk sem stjórnar lífi hennar“ þénaði yfir þrjár milljónir dollara það ár.

Heimildarmyndin er á Netflix. Þú getur horft á stiklu fyrir myndina hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“