fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Þess vegna mega mæður ekki taka þátt í Miss Universe Iceland

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. september 2021 15:00

Manuela Ósk Harðardóttir. Samsett mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuela Ósk Harðardóttir, athafnakona og framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, svarar spurningum fylgjenda á Instagram um fegurðarkeppnina.

Hún var spurð af hverju mæður mega ekki taka þátt í keppninni, en aðeins barnlausar konur á aldrinum 18-28 ára mega taka þátt.

„Því miður eru þetta enn reglur sem Miss Universe Organization setur – að keppendur séu ógiftar og barnlausar. Við getum því ekki sent stelpu út sem uppfyllir ekki þessar kröfur. Ég vona svo innilega að þessu verði breytt í nánustu framtíð,“ segir Manuela.

Hún útskýrir nánar. „Sú sem vinnur Miss Universe flytur strax til New York og skrifar undir samning við IMG um að vinna fyrir þá í heilt ár – og ferðast um allan heim, stundum til margra landa í viku jafnvel. Þeir telja það erfiðara fyrir konu með börn og þess vegna eru reglurnar svona,“ segir Manuela og heldur áfram.

„Ég er ekki endilega sammála og aðstæður eru mismunandi. Skiljanlega hentar þetta starf kannski ekki konu með ungabarn en aðstæður eru mismunandi og mér finnst tími til að þessar reglur fái að víkja. En ég stjórna víst engu um það.“

Sjá einnig: Fegurðardrottningar selja fötin sín til styrktar Píeta samtakanna

Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í Gamla Bíó þann 29. september næstkomandi. Hægt er að kaupa miða á Tix.is.

Sjá einnig: Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“